Gallon af bensíni komið undir 3 dollara Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 11:05 2,92 dollarar á hvert gallon bensíns. Það samsvarar 92 krónum á hvern lítra. Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent