Harma hlut framhaldsskólanna í fjárlögum Benedikt Traustason og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 29. september 2014 14:08 Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun