Vilja auka tengsl frumkvöðla og fjárfesta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 10:02 Salóme Guðmundsdóttir segir einstaklinga vita hvert þeir geti leitað fái þeir góða viðskiptahugmynd. Vísir/GVA Nýsköpunarfyrirtæki gegna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er að margra mati forsenda þess að Ísland geti fjölgað stoðum útflutnings og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Klak Innovit er einkarekið nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Kjarnamarkmið þess er að kynna og hvetja til nýsköpunar, vera til staðar fyrir íslenska frumkvöðla og stuðla að því að hugmyndir þeirra verði að veruleika með verðmætasköpun að leiðarljósi.Mikil gróska Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Klak Innovit en hún tók við stjórnartaumunum þar í mars síðastliðnum. Salóme segir mikla grósku vera í íslensku frumkvöðlaumhverfi. „Við hjá Klak Innovit bjóðum upp á mjög hagnýta nálgun fyrir frumkvöðla. Við bendum þeim ekki aðeins á hvar þeir geta leitað sér upplýsinga; við tökum á móti þeim, til dæmis á ráðgjafarfundum, beinum þeim í réttar áttir og bjóðum upp á ýmiss konar leiðir þar sem þeir geta þróað hugmyndir sínar,“ segir Salóme. Gulleggið er dæmi um slíka leið, en það er hugmyndasamkeppni innan háskólanna sem er opin öllum. „Gulleggið er eitt af okkar rótgrónustu verkefnum. Það hefur vaxið verulega frá árinu 2008 þegar það fór fyrst af stað. Síðast bárust okkur 400 umsóknir og þar hafa til dæmis sprottið upp fyrirtæki á borð við Meniga, Clara og Controlant ásamt fleirum. Þannig byrja mörg fyrirtæki. Gulleggið er viðskiptahugmyndakeppni að fyrirmynd frá MIT og CBS. Það var eitt af fyrstu verkefnum Innovit á sínum tíma.“Viðskiptahraðlar skilvirkir Klak Innovit er ekki síst þekkt fyrir viðskiptahraðlana sem það býður upp á og þar er Startup Reykjavík best þekkt. „Viðskiptahraðlarnir eru án efa árangursríkustu verkefnin okkar. Þar erum við að hraða ferlinu frá hugmynd og þar til búið er að pakka hugmyndinni inn og hún er tilbúin til að bera hana undir fjárfesta.“ Klak Innovit stendur fyrir tveimur viðskiptahröðlum, annars vegar Startup Reykjavík sem er opinn öllum tegundum sprotafyrirtækja og hins vegar Startup Energy Reykjavík, sem er aðeins fyrir orkutengdar hugmyndir „Fyrirtækin fá 2-5 milljóna króna fjármögnun auk fullbúinnar vinnuaðstöðu og þar með svigrúm til að vinna að hugmyndinni sinni í um tíu vikur. Við sjáum um framkvæmdina á verkefninu, aðstoðum teymin og skipuleggjum fundi fyrir fyrirtækin með svokölluðum „mentorum“ eða leiðbeinendum sem eru alls kyns sérfræðingar, stjórnendum, fjárfestum eða frumkvöðlum sem náð hafa árangri. Við erum með hátt í 80 mentora á lista hjá okkur. Þessir fundir eru kjarninn í svona verkefni. Það er mjög flott að sjá allt þetta fólk, stjórnendur í íslensku atvinnulífi, sem er mjög tímabundið vera viljugt til að koma og hitta teymin, gefa af sínum tíma til að miðla reynslu og þekkingu. Þegar fólk gefur af sér með þessum hætti er það að leggja gríðarlega til samfélagsins þar sem það græða allir ef sprotafyrirtækjum gengur vel. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli.“ Salóme segir að þótt fólk og fyrirtæki geti augljóslega náð árangri án þess að leita sér aðstoðar sé það ljóst að með því að leita á náðir seturs á borð við Klak Innovit muni ferlið ganga mun hraðar fyrir sig. „Þú kemst hraðar af stað og nærð hraðar árangri með því að heyra af reynslu annarra og komast inn í tengslanet annarra. Þess vegna skiptir það máli að fyrirtæki taki þátt í að efla nýsköpunarumhverfið á Íslandi, ekki aðeins með fjármagnsstuðningi heldur einnig með því að miðla þekkingu og gera það markvisst.“ Salóme nefnir að á ári hverju séu haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi, þar af stóð Klak Innovit fyrir vel á fimmta tug á síðasta ári þar sem um 4.000 manns tóku þátt.Næsta skref Salóme segir að almennt séð sé fólk orðið meðvitað um hvert það geti leitað eftir stuðningi þegar það fær aðstoð. „Ég held að þetta sé orðið mjög aðgengilegt. Það sem við þurfum hvað helst að styrkja er það stig þegar fyrirtækin eru komin aðeins af stað. Við höfum unnið mjög öfluga vinnu inni í grasrótinni en það sem ég myndi vilja gera væri að stíga af meiri krafti inn í að tengja saman frumkvöðla og fjárfesta og okkar alþjóðlega tengslanet til að koma þeim upp á næsta stig – þar er í rauninni okkar helsta áskorun í dag.“ Salóme segir afrakstur grasrótarvinnunnar sjást vel í háskólasamfélaginu. „Við sjáum unga háskólanema átta sig á því að það að stofna eigið fyrirtæki er raunverulegur starfsvettvangur. Þú ert ekkert endilega að fara beint inn í stóru fyrirtækin að loknu háskólanámi og ætlar að vera þar heldur eru tækifæri fyrir þig að stofna þitt eigið fyrirtæki. Ég held að árangur nýsköpunarfyrirtækja undanfarin ár á borð við CCP, Meniga og Plain Vanilla ásamt fleirum, hafa varpað ljósi á nýsköpunarsamfélagið sem starfsgrein. Þetta eru allt skref í rétta átt.“Vantar upp á fjárfestingu Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum er enn einn stærsti hjallinn fyrir þau að komast yfir. „Styrkir eru algengt form fjármögnunar sprotafyrirtækja á fyrstu stigum og leikur Tækniþróunarsjóður þar stórt hlutverk. Bankarnir hafa einnig verið nokkuð duglegir að veita styrki en Arion banki hefur verið svolítið frábrugðinn með því að fjárfesta í fyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana. Einkafyrirtæki eru ekki mikið að fjárfesta beint í sprotafyrirtækjum en hafa oft komið inn sem fyrsti viðskiptavinurinn og tekið þannig þátt í þróun þeirra og vexti. Svo eru ýmsir fjárfestingasjóðir fyrir hendi og er vitað af um átta sprotasjóðum sem verið er að setja á laggirnar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er eini sjóðurinn sem hefur verið að fjárfesta í sprotafyrirtækjum í einhverjum mæli. Á síðasta ári var fjárfest í slíkum fyrirtækjum fyrir um 700 milljónir en samkvæmt úttekt sem McKinsey gerði þyrfti sú upphæð að vera nær þremur milljörðum. Þarna vantar augljóslega upp á,“ segir Salóme. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtæki gegna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er að margra mati forsenda þess að Ísland geti fjölgað stoðum útflutnings og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Klak Innovit er einkarekið nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Kjarnamarkmið þess er að kynna og hvetja til nýsköpunar, vera til staðar fyrir íslenska frumkvöðla og stuðla að því að hugmyndir þeirra verði að veruleika með verðmætasköpun að leiðarljósi.Mikil gróska Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Klak Innovit en hún tók við stjórnartaumunum þar í mars síðastliðnum. Salóme segir mikla grósku vera í íslensku frumkvöðlaumhverfi. „Við hjá Klak Innovit bjóðum upp á mjög hagnýta nálgun fyrir frumkvöðla. Við bendum þeim ekki aðeins á hvar þeir geta leitað sér upplýsinga; við tökum á móti þeim, til dæmis á ráðgjafarfundum, beinum þeim í réttar áttir og bjóðum upp á ýmiss konar leiðir þar sem þeir geta þróað hugmyndir sínar,“ segir Salóme. Gulleggið er dæmi um slíka leið, en það er hugmyndasamkeppni innan háskólanna sem er opin öllum. „Gulleggið er eitt af okkar rótgrónustu verkefnum. Það hefur vaxið verulega frá árinu 2008 þegar það fór fyrst af stað. Síðast bárust okkur 400 umsóknir og þar hafa til dæmis sprottið upp fyrirtæki á borð við Meniga, Clara og Controlant ásamt fleirum. Þannig byrja mörg fyrirtæki. Gulleggið er viðskiptahugmyndakeppni að fyrirmynd frá MIT og CBS. Það var eitt af fyrstu verkefnum Innovit á sínum tíma.“Viðskiptahraðlar skilvirkir Klak Innovit er ekki síst þekkt fyrir viðskiptahraðlana sem það býður upp á og þar er Startup Reykjavík best þekkt. „Viðskiptahraðlarnir eru án efa árangursríkustu verkefnin okkar. Þar erum við að hraða ferlinu frá hugmynd og þar til búið er að pakka hugmyndinni inn og hún er tilbúin til að bera hana undir fjárfesta.“ Klak Innovit stendur fyrir tveimur viðskiptahröðlum, annars vegar Startup Reykjavík sem er opinn öllum tegundum sprotafyrirtækja og hins vegar Startup Energy Reykjavík, sem er aðeins fyrir orkutengdar hugmyndir „Fyrirtækin fá 2-5 milljóna króna fjármögnun auk fullbúinnar vinnuaðstöðu og þar með svigrúm til að vinna að hugmyndinni sinni í um tíu vikur. Við sjáum um framkvæmdina á verkefninu, aðstoðum teymin og skipuleggjum fundi fyrir fyrirtækin með svokölluðum „mentorum“ eða leiðbeinendum sem eru alls kyns sérfræðingar, stjórnendum, fjárfestum eða frumkvöðlum sem náð hafa árangri. Við erum með hátt í 80 mentora á lista hjá okkur. Þessir fundir eru kjarninn í svona verkefni. Það er mjög flott að sjá allt þetta fólk, stjórnendur í íslensku atvinnulífi, sem er mjög tímabundið vera viljugt til að koma og hitta teymin, gefa af sínum tíma til að miðla reynslu og þekkingu. Þegar fólk gefur af sér með þessum hætti er það að leggja gríðarlega til samfélagsins þar sem það græða allir ef sprotafyrirtækjum gengur vel. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli.“ Salóme segir að þótt fólk og fyrirtæki geti augljóslega náð árangri án þess að leita sér aðstoðar sé það ljóst að með því að leita á náðir seturs á borð við Klak Innovit muni ferlið ganga mun hraðar fyrir sig. „Þú kemst hraðar af stað og nærð hraðar árangri með því að heyra af reynslu annarra og komast inn í tengslanet annarra. Þess vegna skiptir það máli að fyrirtæki taki þátt í að efla nýsköpunarumhverfið á Íslandi, ekki aðeins með fjármagnsstuðningi heldur einnig með því að miðla þekkingu og gera það markvisst.“ Salóme nefnir að á ári hverju séu haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi, þar af stóð Klak Innovit fyrir vel á fimmta tug á síðasta ári þar sem um 4.000 manns tóku þátt.Næsta skref Salóme segir að almennt séð sé fólk orðið meðvitað um hvert það geti leitað eftir stuðningi þegar það fær aðstoð. „Ég held að þetta sé orðið mjög aðgengilegt. Það sem við þurfum hvað helst að styrkja er það stig þegar fyrirtækin eru komin aðeins af stað. Við höfum unnið mjög öfluga vinnu inni í grasrótinni en það sem ég myndi vilja gera væri að stíga af meiri krafti inn í að tengja saman frumkvöðla og fjárfesta og okkar alþjóðlega tengslanet til að koma þeim upp á næsta stig – þar er í rauninni okkar helsta áskorun í dag.“ Salóme segir afrakstur grasrótarvinnunnar sjást vel í háskólasamfélaginu. „Við sjáum unga háskólanema átta sig á því að það að stofna eigið fyrirtæki er raunverulegur starfsvettvangur. Þú ert ekkert endilega að fara beint inn í stóru fyrirtækin að loknu háskólanámi og ætlar að vera þar heldur eru tækifæri fyrir þig að stofna þitt eigið fyrirtæki. Ég held að árangur nýsköpunarfyrirtækja undanfarin ár á borð við CCP, Meniga og Plain Vanilla ásamt fleirum, hafa varpað ljósi á nýsköpunarsamfélagið sem starfsgrein. Þetta eru allt skref í rétta átt.“Vantar upp á fjárfestingu Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum er enn einn stærsti hjallinn fyrir þau að komast yfir. „Styrkir eru algengt form fjármögnunar sprotafyrirtækja á fyrstu stigum og leikur Tækniþróunarsjóður þar stórt hlutverk. Bankarnir hafa einnig verið nokkuð duglegir að veita styrki en Arion banki hefur verið svolítið frábrugðinn með því að fjárfesta í fyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana. Einkafyrirtæki eru ekki mikið að fjárfesta beint í sprotafyrirtækjum en hafa oft komið inn sem fyrsti viðskiptavinurinn og tekið þannig þátt í þróun þeirra og vexti. Svo eru ýmsir fjárfestingasjóðir fyrir hendi og er vitað af um átta sprotasjóðum sem verið er að setja á laggirnar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er eini sjóðurinn sem hefur verið að fjárfesta í sprotafyrirtækjum í einhverjum mæli. Á síðasta ári var fjárfest í slíkum fyrirtækjum fyrir um 700 milljónir en samkvæmt úttekt sem McKinsey gerði þyrfti sú upphæð að vera nær þremur milljörðum. Þarna vantar augljóslega upp á,“ segir Salóme.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun