Enski boltinn

Þjálfari Mexíkó: Hernández þarf að yfirgefa Man. Utd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chicarito hefur fengið lítið að spila undanfarin misseri.
Chicarito hefur fengið lítið að spila undanfarin misseri. vísir/getty
Miguel Herrara, hinn litríki þjálfari Mexíkó sem sló svo rækilega í gegn á HM í Brasilíu, segir að það yrði gott fyrir Javier Hernández, framherja Manchester United, að yfirgefa félagið.

Mexíkóinn er sagður einn af þeim leikmönnum sem Louis van Gaal vill losna við áður en nýtt tímabil fer af stað, en hann hefur verið í aukahlutverki hjá liðinu undanfarin tvö tímabil.

Herrera vill að stjörnuframherji sinn spili reglulega og sér fram á að mörg lið í Evrópu hafi áhuga á hinum 26 ára gamla Chicharito.

„Ég tel að Hernandez verði að fara. Juventus væri góður kostur fyrir hann,“ sagði Herrera í viðtali við ESPN.

„Þegar þú átt þína bestu daga undir stjórn manns sem er nú farinn, þá er kominn til að færa sig um set.“

„Ég held að það eru margir möguleikar í boði fyrir hann, og engir slæmir. Það væri frábært fyrir hann að fara til Juventus, það er alveg frábært lið. Það væri án vafa got fyrir hann að breyta til. Vonandi fær hann bara meira að spila,“ sagði Miguel Herrera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×