Innlent

Potturinn verður sjöfaldur um næstu helgi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lottópotturinn verður sjöfaldur næsta laugardag, þar sem enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar.

Fjórir voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra 161.410 krónur í sinn hlut.

Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

Potturinn eftir viku gæti orðið 75-80 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×