Ekki í mínu nafni Hlédís Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2014 17:15 Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar