Viðskipti innlent

Nýr Seðlabankastjóri kynntur eftir helgi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru taldir hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra skv. niðurstöðu hæfisnefndar.
Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru taldir hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra skv. niðurstöðu hæfisnefndar.
Samkvæmt heimildum fréttastofu úr fjármálaráðuneytinu bendir flest til þess að skipun nýs Seðlabankastjóra dragist fram yfir helgi. Reiknað hafði verið með því að nýr bankastjóri yrði skipaður í dag.

Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra myndi skipa í embættið fimmtudag eða föstudag í þessari viku. Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn.

Hæfisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að úr hópi tíu umsækjenda væru þeir Friðrik Már Baldursson, Ragnar Árnason og Már Guðmundsson hæfastir. Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum.

Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra

Ásgeir Brynjar Torfason

Friðrik Már Baldursson

Haukur Jóhannsson

Íris Arnlaugsdóttir

Lilja Mósesdóttir

Már Guðmundsson

Ragnar Árnason

Sandra María Sigurðardóttir

Yngvi Örn Kristinsson

Þorsteinn Þorgeirsson


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×