Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2014 10:17 Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira