Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2014 10:17 Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira