Staða lífeyrissjóða að mestu góð Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 10:28 Vísir/Rósa Íslenska lífeyriskerfið er eitt merkilegasta fyrirbæri íslensks samfélags og ein verðmætasta eign þess. Óhætt er að fullyrða að aðilar vinnumarkaðarins hafi sýnt mikla framsýni þegar þeir stigu fyrstu skrefin í áttina að uppbyggingu almenna lífeyriskerfisins hér og síðan í áframhaldinu með nauðsynlegum breytingum á því.“ Þetta segir í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Samanlagðar hreinar eignir alls lífeyriskerfisins til greiðslu lífeyris voru um 2.700 milljarðar króna í árslok 2013. Það samsvarar um það bil 150 prósentum af vergri landsframleiðslu. Almennir lífeyrissjóðir sem byggja á sjóðasöfnun og njóta ekki opinberrar ábyrgðar séu í þokkalegri stöðu, samkvæmt nýlegrar úttektar Fjármálaeftirlitsins. Þrátt fyrir mikla erfiðleika og áföll sem fylgdu hruninu. Í Hagsjánni segir að tryggingafræðileg staða þeirra hafi batnað verulega á undanförnum árum. Nú sé hún talin vera nálægt því langtímajafnvægi sem stefnt er að. „Raunávöxtun sjóðanna hefur á síðustu tveimur árum verið vel yfir því 3,5% viðmiði um ávöxtun sem sjóðirnir búa við. Meðaltalsávöxtun síðustu tíu ára að tapinu í hruninu meðtöldu var 3,1% sem er fyrir neðan viðmiðið, en meðaltal síðustu 5 ára hefur verið 3,7% og skiptir góð ávöxtun síðustu 2ja ára miklu í því sambandi.“ Þá segir að lífeyrissjóðakerfið sé orðið mjög stórt og sé því auðveldur skotspónn í umræðunni. „Gagnrýni og neikvæð umræða í garð lífeyrissjóðanna hefur að sumu leyti aukist eftir því sem þeir hafa orðið sterkari og þar með fyrirferðarmeiri í efnahagsumræðunni. Mikil umræða er t.d. um stjórn sjóðannaog hve ógagnsæir þeir eru. Það er hins vegar staðreynd að sjóðirnir hafa náð góðum árangri í gegnum tíðina þrátt fyrir hvernig þeim hefur verið stýrt.“ Lífeyrissjóðirnir hér á landi er með mjög sterka stöðu samanborið við Norðulöndin og er þeir með hlutfallslega miklu sterkari stöðu. Þó eru lífeyrisgreiðslur enn lægri hér á landi en í flestum löndum. „Enda er aldurssamsetning þjóðarinnar enn tiltölulega hagstæð. Sé litið á Norðurlöndin sést að við erum á svipuðum stað og Norðmenn, en mun lægri en t.d. Danir og Svíar.“ Lífeyrissjóðir voru 27 á Íslandi árið 2013 og fer þeim stöðugt fækkandi. Fimm stærstu sjóðirnir eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verlsunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi lífeyrissjóður. „Hrein eign þeirra nam 1.547 milljörðum króna í árslok 2013 sem er um 55 prósent af lífeyrismarkaðnum og um 87 prósent af vergri landsframleiðslu.“ Þá er því oft haldið fram að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé dýrt og of mikið kosti að reka margar einingar. Í Hagsjánni segir að sé litið á tölur frá OECD um kostnað við lífeyrissjóði sem hlutfall af eignum standi Ísland ekki sérstaklega illa. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Íslenska lífeyriskerfið er eitt merkilegasta fyrirbæri íslensks samfélags og ein verðmætasta eign þess. Óhætt er að fullyrða að aðilar vinnumarkaðarins hafi sýnt mikla framsýni þegar þeir stigu fyrstu skrefin í áttina að uppbyggingu almenna lífeyriskerfisins hér og síðan í áframhaldinu með nauðsynlegum breytingum á því.“ Þetta segir í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Samanlagðar hreinar eignir alls lífeyriskerfisins til greiðslu lífeyris voru um 2.700 milljarðar króna í árslok 2013. Það samsvarar um það bil 150 prósentum af vergri landsframleiðslu. Almennir lífeyrissjóðir sem byggja á sjóðasöfnun og njóta ekki opinberrar ábyrgðar séu í þokkalegri stöðu, samkvæmt nýlegrar úttektar Fjármálaeftirlitsins. Þrátt fyrir mikla erfiðleika og áföll sem fylgdu hruninu. Í Hagsjánni segir að tryggingafræðileg staða þeirra hafi batnað verulega á undanförnum árum. Nú sé hún talin vera nálægt því langtímajafnvægi sem stefnt er að. „Raunávöxtun sjóðanna hefur á síðustu tveimur árum verið vel yfir því 3,5% viðmiði um ávöxtun sem sjóðirnir búa við. Meðaltalsávöxtun síðustu tíu ára að tapinu í hruninu meðtöldu var 3,1% sem er fyrir neðan viðmiðið, en meðaltal síðustu 5 ára hefur verið 3,7% og skiptir góð ávöxtun síðustu 2ja ára miklu í því sambandi.“ Þá segir að lífeyrissjóðakerfið sé orðið mjög stórt og sé því auðveldur skotspónn í umræðunni. „Gagnrýni og neikvæð umræða í garð lífeyrissjóðanna hefur að sumu leyti aukist eftir því sem þeir hafa orðið sterkari og þar með fyrirferðarmeiri í efnahagsumræðunni. Mikil umræða er t.d. um stjórn sjóðannaog hve ógagnsæir þeir eru. Það er hins vegar staðreynd að sjóðirnir hafa náð góðum árangri í gegnum tíðina þrátt fyrir hvernig þeim hefur verið stýrt.“ Lífeyrissjóðirnir hér á landi er með mjög sterka stöðu samanborið við Norðulöndin og er þeir með hlutfallslega miklu sterkari stöðu. Þó eru lífeyrisgreiðslur enn lægri hér á landi en í flestum löndum. „Enda er aldurssamsetning þjóðarinnar enn tiltölulega hagstæð. Sé litið á Norðurlöndin sést að við erum á svipuðum stað og Norðmenn, en mun lægri en t.d. Danir og Svíar.“ Lífeyrissjóðir voru 27 á Íslandi árið 2013 og fer þeim stöðugt fækkandi. Fimm stærstu sjóðirnir eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verlsunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi lífeyrissjóður. „Hrein eign þeirra nam 1.547 milljörðum króna í árslok 2013 sem er um 55 prósent af lífeyrismarkaðnum og um 87 prósent af vergri landsframleiðslu.“ Þá er því oft haldið fram að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé dýrt og of mikið kosti að reka margar einingar. Í Hagsjánni segir að sé litið á tölur frá OECD um kostnað við lífeyrissjóði sem hlutfall af eignum standi Ísland ekki sérstaklega illa.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur