Fowler ætlar að reyna að setja pressu á McIlroy á morgun 19. júlí 2014 16:04 Rickie Fowler lék vel í dag. AP/Getty Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira