Viðskipti innlent

Ástæða til að setja spurningamerki við öra fjölgun hótelrýma

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Hótelrýmum mun fjölga um 25 prósent milli ára í miðbæ Reykjavíkur miðað við áform um uppbyggingu. dr. Sveinn Agnarsson dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af jafn örum vexti og telur vísbendingar um að áætlanagerð sé fram úr hófi bjartsýn.

Hótelgistirýmumíhöfuðborginni mun fjölga um fjórðungá þessu ári miðað við áætlanir.Nýlega opnaði nýtt lúxushóteláLaugavegi undir heitinu Alda enþar eru 65 herbergi. ViðhliðHörpu mun rísa hótel með250 herbergjum.Þáhyggst Icelandair Hotels byggja hótel með142 herbergjumáHljómalindarreitnum svokallaða. Aukþessa vinnaÍslandshótel aðopnun hótelst á Höfðatorgi þar sem verða 342 herbergi en það verður stærsta hótel landsins.  

Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar

Vöxtur ferðaþjónustunnar á síðustu árum hefur verið ævintýri líkastur. Á 20 árum hefur ferðaþjónustan vaxið úr því að vera aukabúgrein Íslendinga yfir sumartímann í að vera helsti útflutningsatvinnuvegur þjóðarinnar. Árið 2013 var þriðja metárið í röð í ferðaþjónustu. 

Samkvæmt áætlunum Hagstofu Íslands fór ferðaþjónustan fram úr sjávarútvegi sem sú grein sem skilaði mestum gjald­eyristekjum til þjóðarbúsins á síðasta ári. Áætlanir Hagstofunnar benda til þess að útflutningstekjur í ferðaþjónustu hafi verið 2,5 milljörðum króna meiri en útflutnings­verðmæti sjávarafurða. 

Sérfræðingar í ferðaþjónustu hafa sagt að mikilvægara sé að fá fleiri ferðamenn sem eyði milljón krónum hér á landi en að fá milljón ferðamenn. Opnun lúxushótela er því skref í þá átt að laða hingað til lands efnaða ferðamenn. Hins vegar má velta fyrir sér hvort vöxturinn hafi verið of hraður enda 25 prósent fjölgun hótelrýma á einu ári býsna mikið. 

Hefur efasemdir um áætlanagerð

dr. Sveinn Agnarsson dósentíhagfræði viðviðskiptafræðideild HáskólaÍslands segist hafa efasemdir um aðallaráætlanir um fjölgun ferðamannaímiðbæ Reykjavíkur séu raunhæfar.

„Bóla, það er dálítið erfitt að segja til um á þessari stundu en auðvitað er þetta mikilll vöxtur. Við sjáum þegar við göngum um miðbæinn hvað hótelum og gistihúsum hefur fjölgað gríðarlega mikið. Auðvitað vonar maður að þeir sem eru að byggja og ráðast í þessar breytingar séu að byggja á áætlunum sem séu raunhæfar og ekki allt of bjartsýnar en ég held að það sé mjög óvarlegt að gera ráð fyrir því að vöxtur ferðamanna verði 20-30 prósent á ári næstu tíu árin, til dæmis.“

Sveinn segir að áhrifin af offjárfestinguíhótelum geti veriðmargvísleg. „Það getur verið dýrt að sitja uppi með húsnæði sem erfitt er að losna við og erfitt að breyta. Það getur haf áhrif á bæjarbraginn og haft ýmis neikvæð áhrif í för með sér fyrir umhverfið.“









Fleiri fréttir

Sjá meira


×