Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2014 17:58 Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. Kristján Þór vann Íslandsmótið í holukeppni um síðustu helgi og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Kristján Þór er hinsvegar ekki nógu góður til þess að komast í landsliðshóp Úlfars Jónssonar fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. til 12. júlí. Valið á landsliðinu fór þó fram fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Guðjón Guðmundsson kannaði afstöðu Golfsamband Íslands í málinu í frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, segir þar að frammistaða Kristjáns Þórs, samræmist ekki þeirri afreksstefnu sem er unnið eftir. „Afreksstefna Golfsambandsins, sem samþykkt er á golfþingi og liggur fyrir á hverjum tíma, er mjög skýr hvað þetta varðar. Það ætti því ekki að koma neinum í golfhreyfingunni á óvart að svona staða komi upp," sagði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Í afreksstefnunni kemur fram að við viljum hafa íslenskan kylfing inn á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni innan nokkra ára og það kemur einnig fram í stefnunni að þeir kylfingar sem valdir eru í okkar landslið, eða eru studdir með einum eða öðrum hætti, þurfa meðal annars að hafa sömu markmið og ég var að lýsa hér áður," sagði Haukur Örn. „Kristján Þór uppfyllir ekki eins og staðan er í dag þessi skilyrði afrekstefnunnar og þess vegna er hann ekki valinn í landsliðið," sagði Haukur Örn. Kristján Þór gagnrýndi landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali á Vísi á dögunum eftir að landsliðið hafði verið valið. Hann sagði þjálfarann þá vera einfaldlega á móti sér. „Það held ég að sé algjör útisnúningur og það kemur málinu ekkert við. Það er ekki þannig að niðurstaða á stigalista hverju sinni tryggi mönnum sæti í landsliði. Þeir sem eru á þeirri skoðun þurfa að lesa afreksstefnuna aftur," sagði Haukur Örn. Öll frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið er nú aðgengileg með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. Kristján Þór vann Íslandsmótið í holukeppni um síðustu helgi og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Kristján Þór er hinsvegar ekki nógu góður til þess að komast í landsliðshóp Úlfars Jónssonar fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. til 12. júlí. Valið á landsliðinu fór þó fram fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Guðjón Guðmundsson kannaði afstöðu Golfsamband Íslands í málinu í frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, segir þar að frammistaða Kristjáns Þórs, samræmist ekki þeirri afreksstefnu sem er unnið eftir. „Afreksstefna Golfsambandsins, sem samþykkt er á golfþingi og liggur fyrir á hverjum tíma, er mjög skýr hvað þetta varðar. Það ætti því ekki að koma neinum í golfhreyfingunni á óvart að svona staða komi upp," sagði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Í afreksstefnunni kemur fram að við viljum hafa íslenskan kylfing inn á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni innan nokkra ára og það kemur einnig fram í stefnunni að þeir kylfingar sem valdir eru í okkar landslið, eða eru studdir með einum eða öðrum hætti, þurfa meðal annars að hafa sömu markmið og ég var að lýsa hér áður," sagði Haukur Örn. „Kristján Þór uppfyllir ekki eins og staðan er í dag þessi skilyrði afrekstefnunnar og þess vegna er hann ekki valinn í landsliðið," sagði Haukur Örn. Kristján Þór gagnrýndi landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali á Vísi á dögunum eftir að landsliðið hafði verið valið. Hann sagði þjálfarann þá vera einfaldlega á móti sér. „Það held ég að sé algjör útisnúningur og það kemur málinu ekkert við. Það er ekki þannig að niðurstaða á stigalista hverju sinni tryggi mönnum sæti í landsliði. Þeir sem eru á þeirri skoðun þurfa að lesa afreksstefnuna aftur," sagði Haukur Örn. Öll frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið er nú aðgengileg með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira