Theodór Ingi Pálmason, línumaður sem lék með ÍH í 1. deildinni í handbolta á síðustu leiktíð, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við FH.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH-ingum, en vonir eru bundnar við að Theódór komi til með að styrkja liðið mikið.
„Eftir að hafa misst ástríðuna fyrir íþróttinni fyrir nokkrum árum, fann ég hana aftur með ÍH og á ég þeim mikið að þakka,“ segir Theodór.
„Mig langaði að prófa að spila í Olísdeildinni og þrátt fyrir áhuga nokkurra liða var það algjör "no brainer" ákvörðun þegar uppeldisklúbburinn sýndi áhuga,“ segir Theodór Ingi Pálmason.
