Verð á sjávarafurðum rýkur upp Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. júní 2014 19:16 Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Frá febrúar til apríl hækkaði verð um 5% og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir verðhækkun hjálpa útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt er í dag er fjallað um þá verðhækkun sem orðið hefur á sjávarafurðum á síðustu mánuðum. Verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent frá því í febrúar og fram í apríl á þessu ári. Verð á uppsjávarfiski hefur aldrei verið hærra samkvæmt úttekt Landsbankans. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12%.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenska útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg. „Verðþróunin er jákvæð sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með fyrir íslenskt samfélag því þetta er jú okkar undirstöðu atvinnuvegur og skilar sér vonandi til allra.“Hvað skýrir þessa verðsveiflu nú? „Skýringingin á hækkun verðs í uppsjávarfiski er vegna þess að menn sjá fyrir sér minni afla í suðurhöfum í samkeppnistegundum,“ segir Kolbeinn. „Markaðurinn er að ná einhverju jafnvægi eftir mikla aukningu á þorski úr Barentshafi.“Bætir upp fyrir loðnubrest Nýliðin loðnuvertíð var næst lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. „Þetta er jákvætt fyrir útgerðirnar í uppsjávarfiski þar sem loðnubrestur varð í vetur og menn hafa haft áhyggjur af því að þar verði þröngt í búi. Verðhækkunin bætir það vonandi að einhverju leyti,“ segir Kolbeinn. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. Kolbeinn segir margt benda til þess að næsta fiskveiðiár verði íslenskum sjávarútvegi gott. „Verðið virðast vera á réttri leið. Flestir stofnar eru í ágætis standi og vonandi verður þetta gott ár,“ segir Kolbeinn. „Það eru alltaf einhverjir stofnar sem eru á niðurleið, t.a.m. eru vondar fréttir af ýsunni sem auðvitað kemur illa við einhverja. Yfir það heila þá held ég að við séum á nokkuð góðum stað.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Frá febrúar til apríl hækkaði verð um 5% og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir verðhækkun hjálpa útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt er í dag er fjallað um þá verðhækkun sem orðið hefur á sjávarafurðum á síðustu mánuðum. Verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent frá því í febrúar og fram í apríl á þessu ári. Verð á uppsjávarfiski hefur aldrei verið hærra samkvæmt úttekt Landsbankans. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12%.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenska útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg. „Verðþróunin er jákvæð sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með fyrir íslenskt samfélag því þetta er jú okkar undirstöðu atvinnuvegur og skilar sér vonandi til allra.“Hvað skýrir þessa verðsveiflu nú? „Skýringingin á hækkun verðs í uppsjávarfiski er vegna þess að menn sjá fyrir sér minni afla í suðurhöfum í samkeppnistegundum,“ segir Kolbeinn. „Markaðurinn er að ná einhverju jafnvægi eftir mikla aukningu á þorski úr Barentshafi.“Bætir upp fyrir loðnubrest Nýliðin loðnuvertíð var næst lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. „Þetta er jákvætt fyrir útgerðirnar í uppsjávarfiski þar sem loðnubrestur varð í vetur og menn hafa haft áhyggjur af því að þar verði þröngt í búi. Verðhækkunin bætir það vonandi að einhverju leyti,“ segir Kolbeinn. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. Kolbeinn segir margt benda til þess að næsta fiskveiðiár verði íslenskum sjávarútvegi gott. „Verðið virðast vera á réttri leið. Flestir stofnar eru í ágætis standi og vonandi verður þetta gott ár,“ segir Kolbeinn. „Það eru alltaf einhverjir stofnar sem eru á niðurleið, t.a.m. eru vondar fréttir af ýsunni sem auðvitað kemur illa við einhverja. Yfir það heila þá held ég að við séum á nokkuð góðum stað.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira