Verð á sjávarafurðum rýkur upp Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. júní 2014 19:16 Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Frá febrúar til apríl hækkaði verð um 5% og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir verðhækkun hjálpa útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt er í dag er fjallað um þá verðhækkun sem orðið hefur á sjávarafurðum á síðustu mánuðum. Verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent frá því í febrúar og fram í apríl á þessu ári. Verð á uppsjávarfiski hefur aldrei verið hærra samkvæmt úttekt Landsbankans. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12%.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenska útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg. „Verðþróunin er jákvæð sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með fyrir íslenskt samfélag því þetta er jú okkar undirstöðu atvinnuvegur og skilar sér vonandi til allra.“Hvað skýrir þessa verðsveiflu nú? „Skýringingin á hækkun verðs í uppsjávarfiski er vegna þess að menn sjá fyrir sér minni afla í suðurhöfum í samkeppnistegundum,“ segir Kolbeinn. „Markaðurinn er að ná einhverju jafnvægi eftir mikla aukningu á þorski úr Barentshafi.“Bætir upp fyrir loðnubrest Nýliðin loðnuvertíð var næst lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. „Þetta er jákvætt fyrir útgerðirnar í uppsjávarfiski þar sem loðnubrestur varð í vetur og menn hafa haft áhyggjur af því að þar verði þröngt í búi. Verðhækkunin bætir það vonandi að einhverju leyti,“ segir Kolbeinn. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. Kolbeinn segir margt benda til þess að næsta fiskveiðiár verði íslenskum sjávarútvegi gott. „Verðið virðast vera á réttri leið. Flestir stofnar eru í ágætis standi og vonandi verður þetta gott ár,“ segir Kolbeinn. „Það eru alltaf einhverjir stofnar sem eru á niðurleið, t.a.m. eru vondar fréttir af ýsunni sem auðvitað kemur illa við einhverja. Yfir það heila þá held ég að við séum á nokkuð góðum stað.“ Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Frá febrúar til apríl hækkaði verð um 5% og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir verðhækkun hjálpa útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt er í dag er fjallað um þá verðhækkun sem orðið hefur á sjávarafurðum á síðustu mánuðum. Verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent frá því í febrúar og fram í apríl á þessu ári. Verð á uppsjávarfiski hefur aldrei verið hærra samkvæmt úttekt Landsbankans. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12%.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenska útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg. „Verðþróunin er jákvæð sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með fyrir íslenskt samfélag því þetta er jú okkar undirstöðu atvinnuvegur og skilar sér vonandi til allra.“Hvað skýrir þessa verðsveiflu nú? „Skýringingin á hækkun verðs í uppsjávarfiski er vegna þess að menn sjá fyrir sér minni afla í suðurhöfum í samkeppnistegundum,“ segir Kolbeinn. „Markaðurinn er að ná einhverju jafnvægi eftir mikla aukningu á þorski úr Barentshafi.“Bætir upp fyrir loðnubrest Nýliðin loðnuvertíð var næst lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. „Þetta er jákvætt fyrir útgerðirnar í uppsjávarfiski þar sem loðnubrestur varð í vetur og menn hafa haft áhyggjur af því að þar verði þröngt í búi. Verðhækkunin bætir það vonandi að einhverju leyti,“ segir Kolbeinn. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. Kolbeinn segir margt benda til þess að næsta fiskveiðiár verði íslenskum sjávarútvegi gott. „Verðið virðast vera á réttri leið. Flestir stofnar eru í ágætis standi og vonandi verður þetta gott ár,“ segir Kolbeinn. „Það eru alltaf einhverjir stofnar sem eru á niðurleið, t.a.m. eru vondar fréttir af ýsunni sem auðvitað kemur illa við einhverja. Yfir það heila þá held ég að við séum á nokkuð góðum stað.“
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira