Viðskipti innlent

CCP á forsíðu PC Gamer

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Forsíða PC Gamer
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikir fyrirtækisins eru í aðahlutverki í júlí hefti PC Gamer, vinsælu tímariti helguðu PC tölvuleikjum.

Forsíðu tímaritsins prýða karakterar úr leikjum CCP - EVE Online, DUST 514 og EVE: Valkyrie - sem ítarlega er fjallað um í blaðinu ásamt EVE Fanfest hátíð fyrirtækisins sem fram fer árlega í Hörpu. Alls eru tólf síður lagðar undir umfjöllunina í blaðinu að því er kemur fram í tilkynningu frá CCP.

Júlí hefti PC Gamer ætti nú að vera fáanlegt í öllum helstu bókaverslunum og öðrum verslunum landsins sem selja tímarit. Það er einnig fáanlegt í stafrænu formi gegnum App Store Apple, Google Play og Zinio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×