Svipmynd Markaðarins: Seðlabankastjóri CCP flytur til Akureyrar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2014 10:00 Eyjólfur starfaði áður hjá Háskólanum á Akureyri og þá meðal annars sem deildarstjóri viðskipta- og raunvísindadeildar. Vísir/GVA „Ég tek við starfinu 1. júlí og er því á fullu við að undirbúa vistaskiptin og flytja mig og fjölskylduna í nýjan landshluta,“ segir dr. Eyjólfur Guðmundsson, aðalhagfræðingur CCP og nýráðinn rektor Háskólans á Akureyri (HA). Eyjólfur hefur starfað hjá CCP síðastliðin sjö ár. Sem aðalhagfræðingur fyrirtækisins hefur hann rýnt í og gefið ráð um hvernig best sé að stýra hagkerfi Eve-Online. „Við fylgjumst með verðbólgu, framleiðslu, peningamagni í umferð, þátttakendafjölda og öðrum þáttum. Við höfum því heildarmynd af því hvernig hagkerfi leiksins er að þróast,“ segir Eyjólfur og svarar því játandi að hann sé seðlabankastjóri CCP. Eyjólfur starfar einnig sem sviðsstjóri greiningardeildar CCP. Sérfræðingar deildarinnar gera nákvæmar greiningar á hegðun í leiknum, áskrifendatölum og því sem Eyjólfur kallar stafræna neyslu. „Þetta er gert til að meta virði Eve-Online á hverjum tíma. Þessir tveir hattar, það er störf mín sem sviðsstjóri greiningar og aðalhagfræðingur, gera það að verkum að þarna er búið að blanda saman Þjóðhagsstofnun, Seðlabankanum og greiningardeildum bankanna í eina deild innan fyrirtækisins.“ Eyjólfur er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lauk BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Hann lauk doktorsprófi í sömu fræðigrein frá Rhode Island University í Bandaríkjunum árið 2001. Á þeim tíma starfaði hann við HA þar sem Eyjólfur starfaði í sjö ár áður en hann var ráðinn til CCP. „Nýja starfið við Háskólann á Akureyri er meira leiðtogastarf en það sem ég hef verið að gera síðustu árin. Það er nákvæmlega það sem ég er að sækjast eftir. Þetta er spennandi verkefni og fram undan eru mörg tækifæri í þessu háskólasamfélagi sem við búum við á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Hann fæddist í Reykjavík en er uppalinn í Hafnarfirði. Spurður hvort hann eigi ættir að rekja norður til Akureyrar segir Eyjólfur að svo sé ekki. „Ég er einn af þessum fáu Íslendingum sem hvái þegar ég er spurður hvaðan ég sé. Ég er héðan og þaðan og alls staðar. Ég bý þar sem hatturinn minn er hverju sinni þótt vissulega hafi ég fengið tilfinningu um að ég væri að flytja heim þegar ég tók ákvörðun um að flytja aftur norður.“ Eyjólfur segir áhugamálin flest tengjast útivist í íslenskri náttúru. „Ég nýt íslenskrar náttúru. Annars vegar með því að ganga á fjöll og fara á skíði. Hins vegar nýt ég útsýnisins úr flugstjórnarklefum lítilla svif- og vélflugvéla sem ég hef gaman af að fljúga.“Ásdís GíslasonÁsdís Gíslason, markaðsstjóri Orku náttúrunnar „Við Eyjó erum búin að vera vinir í 30 ár, eða síðan í Versló. Við eigum góðar minningar frá þessum árum, til dæmis skemmtilegt sumar í Noregi þar sem Eyjó var duglegur að læra norskuna, ólíkt okkur hinum ferðafélögunum. Á seinni árum hefur samvera með fjölskyldunni og göngur verið ómissandi hluti af okkar vináttu. Hann hefur líka svo skemmtilega sýn á lífið og tilveruna og kemur iðulega með nýtt sjónarhorn inn í dægurmálaþras og eru ófá gullkornin sem hafa fallið hjá honum á slíkum stundum.“Pétur Jóhannes ÓskarssonPétur Jóhannes Óskarsson, heimspekinur „Eyjólfur er skemmtilega víðsýnn, hagsýnn og framsýnn. Hann er einnig alltaf kennari sem er tilbúinn að gefa af sér, bjóða ráð og koma með tillögur að úrbótum ef maður leitar eftir þeim. Hann er auk þess mjög duglegur að leita sér ráða ef honum finnst hann þurfa á því að halda. Að hafa haft hann sem næsta yfirmann í nokkur ár var mikil og góð lífsreynsla, bæði lærði ég mikið af honum og sá fagmann að störfum – nokkuð sem er erfitt að meta til fjár. Takk Eyjólfur!“ Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
„Ég tek við starfinu 1. júlí og er því á fullu við að undirbúa vistaskiptin og flytja mig og fjölskylduna í nýjan landshluta,“ segir dr. Eyjólfur Guðmundsson, aðalhagfræðingur CCP og nýráðinn rektor Háskólans á Akureyri (HA). Eyjólfur hefur starfað hjá CCP síðastliðin sjö ár. Sem aðalhagfræðingur fyrirtækisins hefur hann rýnt í og gefið ráð um hvernig best sé að stýra hagkerfi Eve-Online. „Við fylgjumst með verðbólgu, framleiðslu, peningamagni í umferð, þátttakendafjölda og öðrum þáttum. Við höfum því heildarmynd af því hvernig hagkerfi leiksins er að þróast,“ segir Eyjólfur og svarar því játandi að hann sé seðlabankastjóri CCP. Eyjólfur starfar einnig sem sviðsstjóri greiningardeildar CCP. Sérfræðingar deildarinnar gera nákvæmar greiningar á hegðun í leiknum, áskrifendatölum og því sem Eyjólfur kallar stafræna neyslu. „Þetta er gert til að meta virði Eve-Online á hverjum tíma. Þessir tveir hattar, það er störf mín sem sviðsstjóri greiningar og aðalhagfræðingur, gera það að verkum að þarna er búið að blanda saman Þjóðhagsstofnun, Seðlabankanum og greiningardeildum bankanna í eina deild innan fyrirtækisins.“ Eyjólfur er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lauk BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Hann lauk doktorsprófi í sömu fræðigrein frá Rhode Island University í Bandaríkjunum árið 2001. Á þeim tíma starfaði hann við HA þar sem Eyjólfur starfaði í sjö ár áður en hann var ráðinn til CCP. „Nýja starfið við Háskólann á Akureyri er meira leiðtogastarf en það sem ég hef verið að gera síðustu árin. Það er nákvæmlega það sem ég er að sækjast eftir. Þetta er spennandi verkefni og fram undan eru mörg tækifæri í þessu háskólasamfélagi sem við búum við á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Hann fæddist í Reykjavík en er uppalinn í Hafnarfirði. Spurður hvort hann eigi ættir að rekja norður til Akureyrar segir Eyjólfur að svo sé ekki. „Ég er einn af þessum fáu Íslendingum sem hvái þegar ég er spurður hvaðan ég sé. Ég er héðan og þaðan og alls staðar. Ég bý þar sem hatturinn minn er hverju sinni þótt vissulega hafi ég fengið tilfinningu um að ég væri að flytja heim þegar ég tók ákvörðun um að flytja aftur norður.“ Eyjólfur segir áhugamálin flest tengjast útivist í íslenskri náttúru. „Ég nýt íslenskrar náttúru. Annars vegar með því að ganga á fjöll og fara á skíði. Hins vegar nýt ég útsýnisins úr flugstjórnarklefum lítilla svif- og vélflugvéla sem ég hef gaman af að fljúga.“Ásdís GíslasonÁsdís Gíslason, markaðsstjóri Orku náttúrunnar „Við Eyjó erum búin að vera vinir í 30 ár, eða síðan í Versló. Við eigum góðar minningar frá þessum árum, til dæmis skemmtilegt sumar í Noregi þar sem Eyjó var duglegur að læra norskuna, ólíkt okkur hinum ferðafélögunum. Á seinni árum hefur samvera með fjölskyldunni og göngur verið ómissandi hluti af okkar vináttu. Hann hefur líka svo skemmtilega sýn á lífið og tilveruna og kemur iðulega með nýtt sjónarhorn inn í dægurmálaþras og eru ófá gullkornin sem hafa fallið hjá honum á slíkum stundum.“Pétur Jóhannes ÓskarssonPétur Jóhannes Óskarsson, heimspekinur „Eyjólfur er skemmtilega víðsýnn, hagsýnn og framsýnn. Hann er einnig alltaf kennari sem er tilbúinn að gefa af sér, bjóða ráð og koma með tillögur að úrbótum ef maður leitar eftir þeim. Hann er auk þess mjög duglegur að leita sér ráða ef honum finnst hann þurfa á því að halda. Að hafa haft hann sem næsta yfirmann í nokkur ár var mikil og góð lífsreynsla, bæði lærði ég mikið af honum og sá fagmann að störfum – nokkuð sem er erfitt að meta til fjár. Takk Eyjólfur!“
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira