Viðskipti innlent

Nýtt útibú Arion banka opnað í Borgartúni

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/arion banki
Í morgun opnaði Arion banki nýtt útibú að Borgartúni 18. Þar kemur saman starfsfólk Arion banka sem áður starfaði í útibúum bankans við Hlemm og í Austurstræti en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Fram kemur í tilkynningunni að nýja útibúið sé hannað frá grunni út frá því hvernig einstaklingar og fyrirtæki kjósa að nýta sér fjármálaþjónustu í dag. Þar sem kröfur um fjölbreytta þjónustu og gæði persónulegrar ráðgjafar í brennipunkti.

Lögð sé áhersla á að nýta nýjustu tækni í bankaþjónustu með nýrri kynslóð hraðbanka sem bjóða upp á fjölbreyttari aðgerðir en áður, s.s. innlagnir og greiðslu reikninga.

Nú þegar útibú Arion banka við Borgartún 18 hefur tekið til starfa, hefur útibúi bankans við Austurstræti verið lokað en boðið verður upp á þjónustu gjaldkera í útibúinu við Hlemm fram til 8. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×