Viðskipti innlent

Vilja stórauka notkun rafrænna skilríkja

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, undirritaði yfirlýsinguna með símanum sínum.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, undirritaði yfirlýsinguna með símanum sínum. Mynd/Fjármálaráðuneytið
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu um að stórauka notkun rafrænna skilríkja á næstu árum.

Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að rafræn skilríki verði meginauðkenningarleið fólks vegna ýmiss konar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu. 

„Meðal þess sem stefnt er að er að fólk geti átt öll algengustu viðskipti sín við fjármálafyrirtæki með rafrænum skilríkjum og að rafræn skilríki verði grundvöllur samskipta fjármálafyrirtækja og ríkisskattstjóra vegna neytendalána," segir í frétt um undirritunina á heimasíðu Fjármálaráðuneytisins. 

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og stjórnarformaður Samtaka fjármálafyrirtækja, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×