1.193 nýir bílar í júní Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 12:44 Toyota bílar hafa selst vel í þessum mánuði. Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent
Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent