1.193 nýir bílar í júní Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 12:44 Toyota bílar hafa selst vel í þessum mánuði. Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent
Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent