Viðskipti innlent

Hefur hlotið öryggisvottun í tölvuhakki

Randver Kári Randversson skrifar
Arnar S. Gunnarsson, öryggissérfræðingur hjá Nýjerja, hefur hlotið öryggisvottun í tölvuhakki.
Arnar S. Gunnarsson, öryggissérfræðingur hjá Nýjerja, hefur hlotið öryggisvottun í tölvuhakki. Mynd/Nýherji
Arnar S. Gunnarsson, öryggissérfræðingur hjá Nýherja, hefur hlotið tvær öryggisvottanir tölvukerfa, annars vegar í Computer Hacking Forensics á vegum Hacker University, og hins vegar Certified Ethical Hacker á vegum Promennt en báðar gráðurnar eru vottaðar í gegnum EC Council fyrirtækið. 

„Það má segja að Computer Hacking Forensics byggist á nokkurs konar vettvangsrannsókn í tengslum við tölvuinnbrot; söfnun sönnunargagna, átta sig á atburðarásinni, skoða verksummerki eftir tölvuþrjóta og tryggja að gögn gegn þeim séu nothæf fyrir rannsókn lögregluyfirvalda og síðar fyrir dómstólum. Við fórum t.d. í gegnum rannsóknir gagna á hörðum diskum, sem er búið að marg strauja og markmiðið var að finna vísbendingar og verksummerki eftir þá,“ segir Arnar. 

Námskeiðið í Certified Ethical Hacker fór fram í tengslum við Hacker Halted ráðstefnuna hér á landi og er vottun í innbrotum í tölvukerfi. „Við fórum yfir hvernig hægt er að átta sig á mögulegum öryggisgöllum í tölvukerfum og hvernig á að verjast árásum.“

Arnar segir að báðar vottanirnar hafi gefið honum gríðarlega mikla viðbótarþekkingu í alhliðaöryggismálum tölvukerfa. „Einkum var mikilvægt að fá sýn þess sem er að ráðast á tölvukerfi. Sú reynsla er í raun ómetanleg í vörnum gegn tölvuþrjótum. Gráðurnar renna út að þremur árum liðnum en til þess að hægt sé að viðhalda þeim þurfa sérfræðingar að sækja öryggisráðstefnur reglulega, taka fleiri vottanir, halda fyrirlestra og námskeið,“ segir Arnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×