Viðskipti innlent

Mestum aflaverðmætum landað í Reykjavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Mestum aflaverðmætum var landað í Reykjavíkurhöfn í fyrra, eða alls 25,3 milljörðum króna. Af heildaraflaverðmæti á landinu var 14,9 prósentum landað í Reykjavík, en hluti borgarinnar hefur lækkað lítillega á undanförnum árum. Árið 2011 var hluti Reykjavíkur 16,8 prósent eða rúmir 29 milljarðar króna.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Vestmannaeyjahöfn var næst í röðinni með rúma 16 milljarða og Neskaupsstaður með 14,4.

Sú höfn þar sem minnst verðmæti komu að landi í fyrra er Haukabergsvaðall, með aflaverðmæti upp á 54 þúsund krónur. Þar var landað grásleppu og meðafla hennar.

Þegar verðmætum er skipt niður á milli landshluta var mestum verðmætum landað á Austurlandi. Þar var rúmum 39,9 milljörðum króna verðmæti landað eða 23,3 prósentum af heildinni. Næst koma hafnirnar á höfuðborgarsvæðinu með 31,4 milljarða króna.

Mynd/FIskistofa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×