Svipmynd Markaðarins: Snyrtifræðin kemur sér vel í starfinu Haraldur Guðmundsson skrifar 5. júní 2014 12:53 Ásta fór að stunda stangveiði fyrir nokkrum árum og nú dreymir hana um sportið á nóttunni. Mynd/Ozzo Photography Ásta Dís Óladóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í tæp fjögur ár. Hún vinnur nú ásamt öðru starfsfólki fyrirtækisins að hönnun nýrrar verslunar í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Við snerum öllu á hvolf í komuverslun Fríhafnarinnar í fyrra og færðum áfengið fremst í búðina. Það er að skila sér í mikilli aukningu í sölu til útlendinga og ég geri ráð fyrir að við förum í svipaðar breytingar á efri hæðinni,“ segir Ásta. Fríhöfnin rekur einnig fataverslunina Duty Free Fashion og tekur nú þátt í útboði Isavia vegna verslunar- og veitingareksturs í flugstöðinni. „Svo er sumartraffíkin að byrja og við vonum að það takist að leysa úr þessum verkfallsmálum svo traffíkin gangi snurðulaust fyrir sig.“ Ásta er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og doktorspróf í alþjóðlegum viðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún starfaði áður sem dósent í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og sem forstöðumaður Rannsóknaseturs um alþjóðleg viðskipti og forseti viðskiptadeildar skólans. Þar á undan var hún aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands og markaðs- og kynningarstjóri deildarinnar. „Það sem að færri vita er að ég fór í sjúkraliðanám og ætlaði alltaf að verða læknir. Svo hugsaði ég, nei, veistu, ég nenni ekki að vera of lengi í háskóla. Mér fannst læknisfræðin alltof langt nám en endaði svo í doktorsnámi,“ segir Ásta og hlær. „Svo er ég förðunarfræðingur líka og það nýtist afar vel í starfinu því ég fer alltaf reglulega niður í búð að selja.“ Ásta hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal SpKef sparisjóðs, Mentors og Húsasmiðjunnar. Hún er gift Jakobi Bjarnasyni, starfsmanni skilanefndar Landsbankans og sameiginlega eiga þau sjö börn. „Maðurinn minn smitaði mig af laxveiðibakteríunni fyrir nokkrum árum. Ég er eiginlega orðin forfallnari heldur en hann, því mig er farið að dreyma þetta og þá skiptir engu hvort það er lax, silungur eða sjóstöng. Ég ætla að fara í fyrsta skipti í opnunarholl í Blöndu nú í byrjun júní. Ég hef alltaf farið í lok júlí en ég er orðin þannig að ég get ekki beðið.“Bryndís HlöðversdóttirBryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri á Landspítalanum „Ég kynntist Ástu fyrst þegar hún hóf störf á Bifröst sem deildarforseti viðskiptadeildar. Það voru ferskir vindar sem fylgdu henni. Það er hennar einkenni, finnst mér, að hún er fersk og alltaf að og alltaf með einhverjar skemmtilegar hugmyndir í kollinum. Hún er góður vinur og gestgjafi og er dugleg við að bjóða heim. Þannig að maður skuldar henni endalaus matarboð og partí. Það voru vissulega ákveðin vonbrigði þegar hún ákvað að fara frá Bifröst, fyrir okkur sem unnum með henni, en um leið sá maður hana blómstra í kaupmannshlutverkinu í Fríhöfninni og það hefur verið gaman að fylgjast með því hvernig hún hefur rifið verslunina upp.“Ásta FriðriksdóttirÁsta Friðriksdóttir, fjármálastjóri Fríhafnarinnar „Ásta er metnaðargjarn orkubolti með ótrúlega frjótt hugmyndaflug. Hún hrindir verkefnum auðveldlega í framkvæmd, setur sér markmið sem engum öðrum dettur í hug og hefur einstakt lag á að fá fólk til að vinna með sér að ná árangri. Ásta kemur mér stöðugt á óvart og dettur ótrúlegustu hlutir í hug, hjólar á milli funda í París og manar mig í plankakeppni á furðulegustu stöðum. Hún er samkvæm sjálfri sér, eldklár, stórskemmtileg og mikill húmoristi. Hún er ekki bara sanngjarn og góður yfirmaður heldur einnig traust vinkona sem sem er bæði gott að leita til og nauðsynlegt að eiga að.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ásta Dís Óladóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í tæp fjögur ár. Hún vinnur nú ásamt öðru starfsfólki fyrirtækisins að hönnun nýrrar verslunar í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Við snerum öllu á hvolf í komuverslun Fríhafnarinnar í fyrra og færðum áfengið fremst í búðina. Það er að skila sér í mikilli aukningu í sölu til útlendinga og ég geri ráð fyrir að við förum í svipaðar breytingar á efri hæðinni,“ segir Ásta. Fríhöfnin rekur einnig fataverslunina Duty Free Fashion og tekur nú þátt í útboði Isavia vegna verslunar- og veitingareksturs í flugstöðinni. „Svo er sumartraffíkin að byrja og við vonum að það takist að leysa úr þessum verkfallsmálum svo traffíkin gangi snurðulaust fyrir sig.“ Ásta er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og doktorspróf í alþjóðlegum viðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún starfaði áður sem dósent í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og sem forstöðumaður Rannsóknaseturs um alþjóðleg viðskipti og forseti viðskiptadeildar skólans. Þar á undan var hún aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands og markaðs- og kynningarstjóri deildarinnar. „Það sem að færri vita er að ég fór í sjúkraliðanám og ætlaði alltaf að verða læknir. Svo hugsaði ég, nei, veistu, ég nenni ekki að vera of lengi í háskóla. Mér fannst læknisfræðin alltof langt nám en endaði svo í doktorsnámi,“ segir Ásta og hlær. „Svo er ég förðunarfræðingur líka og það nýtist afar vel í starfinu því ég fer alltaf reglulega niður í búð að selja.“ Ásta hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal SpKef sparisjóðs, Mentors og Húsasmiðjunnar. Hún er gift Jakobi Bjarnasyni, starfsmanni skilanefndar Landsbankans og sameiginlega eiga þau sjö börn. „Maðurinn minn smitaði mig af laxveiðibakteríunni fyrir nokkrum árum. Ég er eiginlega orðin forfallnari heldur en hann, því mig er farið að dreyma þetta og þá skiptir engu hvort það er lax, silungur eða sjóstöng. Ég ætla að fara í fyrsta skipti í opnunarholl í Blöndu nú í byrjun júní. Ég hef alltaf farið í lok júlí en ég er orðin þannig að ég get ekki beðið.“Bryndís HlöðversdóttirBryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri á Landspítalanum „Ég kynntist Ástu fyrst þegar hún hóf störf á Bifröst sem deildarforseti viðskiptadeildar. Það voru ferskir vindar sem fylgdu henni. Það er hennar einkenni, finnst mér, að hún er fersk og alltaf að og alltaf með einhverjar skemmtilegar hugmyndir í kollinum. Hún er góður vinur og gestgjafi og er dugleg við að bjóða heim. Þannig að maður skuldar henni endalaus matarboð og partí. Það voru vissulega ákveðin vonbrigði þegar hún ákvað að fara frá Bifröst, fyrir okkur sem unnum með henni, en um leið sá maður hana blómstra í kaupmannshlutverkinu í Fríhöfninni og það hefur verið gaman að fylgjast með því hvernig hún hefur rifið verslunina upp.“Ásta FriðriksdóttirÁsta Friðriksdóttir, fjármálastjóri Fríhafnarinnar „Ásta er metnaðargjarn orkubolti með ótrúlega frjótt hugmyndaflug. Hún hrindir verkefnum auðveldlega í framkvæmd, setur sér markmið sem engum öðrum dettur í hug og hefur einstakt lag á að fá fólk til að vinna með sér að ná árangri. Ásta kemur mér stöðugt á óvart og dettur ótrúlegustu hlutir í hug, hjólar á milli funda í París og manar mig í plankakeppni á furðulegustu stöðum. Hún er samkvæm sjálfri sér, eldklár, stórskemmtileg og mikill húmoristi. Hún er ekki bara sanngjarn og góður yfirmaður heldur einnig traust vinkona sem sem er bæði gott að leita til og nauðsynlegt að eiga að.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira