„Ótrúlegt að það hafi tekið allan þennan tíma að fá að veita 118 eðlilega samkeppni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2014 16:27 Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar. Nýtt fyrirkomulag á miðlun upplýsinga símaskrá tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi en í gær birtir Póst- og fjarskiptastofnun leiðbeinandi verklagsreglur til fjarskiptafyrirtækja um skráningu og miðlun slíkra upplýsinga. Þar kemur fram að farið sé yfir hvernig best sé að samræma tæknilega framkvæmd á miðlun upplýsinganna, fyrir þau fjarskiptafyrirtæki sem úthluta símanúmerum. Markmiðið sé að tryggja skilvirkni og jafna samkeppnisstöðu aðila og voru reglurnar unnar í samráði við hagsmunaaðila. „Útgáfa rafrænnar og prentaðrar símaskrár ásamt upplýsingaþjónustu um símanúmer telst til alþjónustu, sem eru tilteknir þættir fjarskiptaþjónustu sem skulu standa öllum landsmönnum til boða á viðráðanlegu verði. Lengst af hvíldi sú skylda að veita þessa þjónustu á Símanum hf. (og forverum hans) og síðar á fyrirtækinu Já upplýsingaveitum hf. Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós að forsendur eru til þess að þessi þjónusta sé boðin fram á markaðsforsendum,“ segir í frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunnar. Með tilliti þessa sendi Póst- og fjarskiptastofnun frá sér samráðsskjal á síðasta ári þar sem kynnt voru áform stofnunarinnar um að aflétta kvöðinni á Já upplýsingaveitum hf. um að halda úti rafrænni símaskrá og um að veita upplýsingaþjónustu um símanúmer. „Niðurstaða samráðsins leiddi í ljós að Já var tilbúið að skuldbinda sig til útgáfu prentaðrar símaskrár til þriggja ára án sérstakrar kvaðar þar um og tók stofnunin, á grundvelli þess, ákvörðun, sem birt var þann 20. desember sl. um að leggja ekki slíka kvöð á ný á félagið.“ Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að til að jafna samkeppnisstöðu milli Já upplýsingaveitna hf. og annarra aðila sem hyggjast starfrækja upplýsingaþjónustu um símanúmar hefur númerið 118 verið afturkallað með hæfilegum aðlögunartíma. Skal notkun þess hætt eigi síðar en 30. júní 2015 og símaskrárupplýsingar verða framvegis veittar í númeraröðinni 1800-1899. Löng baráttaAð sögn Andra Árnasonar framkvæmdastjóra Miðlunar, er þessi úrskurður mikill áfangasigur fyrir félagið. Barátta Miðlunar fyrir samkeppni á jafnræðisgrundvelli á þessum markaði hefur staðið yfir í mörg ár. „Miðlun hefur barist við þennan Golíat í áraraðir og loks hillir undir að við fáum að keppa á jafnréttisgrundvelli við Já upplýsingaveitur. Já eða 118 hefur verið í einokunaraðstöðu á þessum markaði í langan tíma og hækkað verð þjónustunnar til neytenda jafnt og þétt, langt umfram verðlagsþróun. Það er ótrúlegt að það hafi tekið allan þennan tíma að fá að veita 118 eðlilega samkeppni“ segir Andri. Samkeppniseftirlitið er ennþá með til umfjöllunar kæru Póst- og fjarskiptastofnunar og Miðlunar á hendur Já upplýsingaveitum. Fram kemur í yfirlýsingu frá Miðlun að nálið snúist um aðgang að þeim upplýsingum sem Já hefur fengið að safna í mörg ár. Að mati Miðlunar er jákvæður úrskurður í því máli nauðsynlegur , til þess að tryggja að Miðlun standi jafnfætis í þeirri samkeppni sem er neytendum nauðsynleg. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag á miðlun upplýsinga símaskrá tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi en í gær birtir Póst- og fjarskiptastofnun leiðbeinandi verklagsreglur til fjarskiptafyrirtækja um skráningu og miðlun slíkra upplýsinga. Þar kemur fram að farið sé yfir hvernig best sé að samræma tæknilega framkvæmd á miðlun upplýsinganna, fyrir þau fjarskiptafyrirtæki sem úthluta símanúmerum. Markmiðið sé að tryggja skilvirkni og jafna samkeppnisstöðu aðila og voru reglurnar unnar í samráði við hagsmunaaðila. „Útgáfa rafrænnar og prentaðrar símaskrár ásamt upplýsingaþjónustu um símanúmer telst til alþjónustu, sem eru tilteknir þættir fjarskiptaþjónustu sem skulu standa öllum landsmönnum til boða á viðráðanlegu verði. Lengst af hvíldi sú skylda að veita þessa þjónustu á Símanum hf. (og forverum hans) og síðar á fyrirtækinu Já upplýsingaveitum hf. Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós að forsendur eru til þess að þessi þjónusta sé boðin fram á markaðsforsendum,“ segir í frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunnar. Með tilliti þessa sendi Póst- og fjarskiptastofnun frá sér samráðsskjal á síðasta ári þar sem kynnt voru áform stofnunarinnar um að aflétta kvöðinni á Já upplýsingaveitum hf. um að halda úti rafrænni símaskrá og um að veita upplýsingaþjónustu um símanúmer. „Niðurstaða samráðsins leiddi í ljós að Já var tilbúið að skuldbinda sig til útgáfu prentaðrar símaskrár til þriggja ára án sérstakrar kvaðar þar um og tók stofnunin, á grundvelli þess, ákvörðun, sem birt var þann 20. desember sl. um að leggja ekki slíka kvöð á ný á félagið.“ Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að til að jafna samkeppnisstöðu milli Já upplýsingaveitna hf. og annarra aðila sem hyggjast starfrækja upplýsingaþjónustu um símanúmar hefur númerið 118 verið afturkallað með hæfilegum aðlögunartíma. Skal notkun þess hætt eigi síðar en 30. júní 2015 og símaskrárupplýsingar verða framvegis veittar í númeraröðinni 1800-1899. Löng baráttaAð sögn Andra Árnasonar framkvæmdastjóra Miðlunar, er þessi úrskurður mikill áfangasigur fyrir félagið. Barátta Miðlunar fyrir samkeppni á jafnræðisgrundvelli á þessum markaði hefur staðið yfir í mörg ár. „Miðlun hefur barist við þennan Golíat í áraraðir og loks hillir undir að við fáum að keppa á jafnréttisgrundvelli við Já upplýsingaveitur. Já eða 118 hefur verið í einokunaraðstöðu á þessum markaði í langan tíma og hækkað verð þjónustunnar til neytenda jafnt og þétt, langt umfram verðlagsþróun. Það er ótrúlegt að það hafi tekið allan þennan tíma að fá að veita 118 eðlilega samkeppni“ segir Andri. Samkeppniseftirlitið er ennþá með til umfjöllunar kæru Póst- og fjarskiptastofnunar og Miðlunar á hendur Já upplýsingaveitum. Fram kemur í yfirlýsingu frá Miðlun að nálið snúist um aðgang að þeim upplýsingum sem Já hefur fengið að safna í mörg ár. Að mati Miðlunar er jákvæður úrskurður í því máli nauðsynlegur , til þess að tryggja að Miðlun standi jafnfætis í þeirri samkeppni sem er neytendum nauðsynleg.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira