135 kílómetra fyrir kílói af fitu Rikka skrifar 22. maí 2014 13:30 Mynd/GettyImages Víða er að finna svokallaðar reiknivélar til að reikna út BMI-ið þitt eða líkamsmassastuðul. Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð einstaklings. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m) 2. Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn. Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu. Á myndinni hér til hliðar má sjá að undirrituð þarf að skokka 135 kílómetra til að brenna 1 kílói af fitu og að 500 ml af bjór þarf heilar 3,5 klukkustundir til að brotna niður í líkamanum. Heilsa Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf
Víða er að finna svokallaðar reiknivélar til að reikna út BMI-ið þitt eða líkamsmassastuðul. Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð einstaklings. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m) 2. Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn. Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu. Á myndinni hér til hliðar má sjá að undirrituð þarf að skokka 135 kílómetra til að brenna 1 kílói af fitu og að 500 ml af bjór þarf heilar 3,5 klukkustundir til að brotna niður í líkamanum.
Heilsa Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf