Hæpin rök og veikar rannsóknir Matthías Matthíasson skrifar 22. maí 2014 15:14 Hildur Friðriksdóttir frambjóðandi Vinstri grænna á Akureyri skrifar pistil á Vísi þann 21. maí sl. þar sem hún hafnar hugmyndum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um aukinn fjölbreytileika í skólastarfi fyrir ungmenni þessa lands. Vísar hún af því tilefni í mat Berglindar Rósar Magnúsdóttur á áhrifum einkavæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Mat Berglindar Rósar byggir meðal annars á viðtölum og lýðfræðilegum gögnum Um þetta efni hefur Berglind Rós flutt opinberan fyrirlestur þar sem hún notar fylgnisamband til að renna stoðum undir þá pólitísku skoðun sína að fjölgun sjálfstæðra skóla í Bandaríkjunum sé orsök breyttrar samsetningar í hópi nemenda sem útskrifast úr 250 bestu háskólunum þar í landi. Ekki tekst henni þó að sýna fram á að um orsakasamband sé að ræða. Berglind reynir einnig í erindi sínu að sýna fram á að mikil ógn steðji að Íslendingum því forréttindi auðstétta verði endursköpuð í gegn um skólakerfið. Berglindi tekst ekki að sýna fram á að slík forréttindasköpun sé líklegri en að börn njóti jafnræðis og góðrar menntunar í sjálfstæðum skólum á Íslandi. Hér er því einungis um pólítíska óskhyggju að ræða af hálfu Berglindar Rósar. Flestir íslenskir sjálfstæðir skólar fylgja hinni evrópsku hefð sem snýst um framgang hugmyndafræði í skólastarfi frekar en að um hreint viðskiptalíkan sé að ræða. Þar á meðal hefur Margrét Pála barist fyrir bæði leik- og grunnskólasamningum þar sem foreldrar greiða ekki meira í sjálfstætt starfandi skólum en opinberum, þ.e. ef þeir fá sama fjármagn og aðrir. Hjallastefnan fékk að þróast eftir gríðarleg átök við hið opinbera og loks með sjálfstæðum rekstri tókst að skapa stefnunni forsendur með fleiri leikskólum og komast upp á grunnskólastigið. Kristín Dýrfjörð hefur hoggið í sama knérunn með pólitískri umfjöllun um nýfrjálshyggju í leikskólakerfinu. Hefur þar einnig verið um óljósa fræðilega umfjöllun að ræða undir formerkjum orðræðugreiningar sem hefur verið notuð til að túlka ýmsa texta sem birst hafa opinberlega um skólastarf. Starfsemi sjálfstæðra skóla er ekki skoðuð beint, né heldur er sýnt fram á orsakasamband af neinu tagi. Í raun er ekkert að því að gjalda pólitískan varhug við sjálfstætt starfandi skólum. En sé það gert undir formerkjum fræðilegra niðurstaðna, þá hlýtur að vera gerð sú krafa að slíkar staðhæfingar séu studdar með sterkari gögnum en textarýni og óskhyggju. Sjálfstæðir skólar á Íslandi eru hlutfallslega mjög fáir en þar er unnið gott starf sem er því miður oft gagnrýnt á ómálefnalegan hátt. Flest skólafólk óskar eftir auknu frelsi í stöfum sínum. Reyndin er sú að starfsemi fjölmargra opinberra skóla er heft vegna afskipta stéttarfélaga, stjórnmálafólks, embættisfólks og námskrár og hart er vegið að þeim fáu frumkvöðlum í kerfinu sem gera tilraunir. Rökin eru oft þau að tryggja þurfi einsleitni í aðbúnaði kennara og í starfsemi skóla eða jafnvel að ekki megi rugga bátnum; að enginn megi veita betri þjónustu en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Friðriksdóttir frambjóðandi Vinstri grænna á Akureyri skrifar pistil á Vísi þann 21. maí sl. þar sem hún hafnar hugmyndum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um aukinn fjölbreytileika í skólastarfi fyrir ungmenni þessa lands. Vísar hún af því tilefni í mat Berglindar Rósar Magnúsdóttur á áhrifum einkavæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Mat Berglindar Rósar byggir meðal annars á viðtölum og lýðfræðilegum gögnum Um þetta efni hefur Berglind Rós flutt opinberan fyrirlestur þar sem hún notar fylgnisamband til að renna stoðum undir þá pólitísku skoðun sína að fjölgun sjálfstæðra skóla í Bandaríkjunum sé orsök breyttrar samsetningar í hópi nemenda sem útskrifast úr 250 bestu háskólunum þar í landi. Ekki tekst henni þó að sýna fram á að um orsakasamband sé að ræða. Berglind reynir einnig í erindi sínu að sýna fram á að mikil ógn steðji að Íslendingum því forréttindi auðstétta verði endursköpuð í gegn um skólakerfið. Berglindi tekst ekki að sýna fram á að slík forréttindasköpun sé líklegri en að börn njóti jafnræðis og góðrar menntunar í sjálfstæðum skólum á Íslandi. Hér er því einungis um pólítíska óskhyggju að ræða af hálfu Berglindar Rósar. Flestir íslenskir sjálfstæðir skólar fylgja hinni evrópsku hefð sem snýst um framgang hugmyndafræði í skólastarfi frekar en að um hreint viðskiptalíkan sé að ræða. Þar á meðal hefur Margrét Pála barist fyrir bæði leik- og grunnskólasamningum þar sem foreldrar greiða ekki meira í sjálfstætt starfandi skólum en opinberum, þ.e. ef þeir fá sama fjármagn og aðrir. Hjallastefnan fékk að þróast eftir gríðarleg átök við hið opinbera og loks með sjálfstæðum rekstri tókst að skapa stefnunni forsendur með fleiri leikskólum og komast upp á grunnskólastigið. Kristín Dýrfjörð hefur hoggið í sama knérunn með pólitískri umfjöllun um nýfrjálshyggju í leikskólakerfinu. Hefur þar einnig verið um óljósa fræðilega umfjöllun að ræða undir formerkjum orðræðugreiningar sem hefur verið notuð til að túlka ýmsa texta sem birst hafa opinberlega um skólastarf. Starfsemi sjálfstæðra skóla er ekki skoðuð beint, né heldur er sýnt fram á orsakasamband af neinu tagi. Í raun er ekkert að því að gjalda pólitískan varhug við sjálfstætt starfandi skólum. En sé það gert undir formerkjum fræðilegra niðurstaðna, þá hlýtur að vera gerð sú krafa að slíkar staðhæfingar séu studdar með sterkari gögnum en textarýni og óskhyggju. Sjálfstæðir skólar á Íslandi eru hlutfallslega mjög fáir en þar er unnið gott starf sem er því miður oft gagnrýnt á ómálefnalegan hátt. Flest skólafólk óskar eftir auknu frelsi í stöfum sínum. Reyndin er sú að starfsemi fjölmargra opinberra skóla er heft vegna afskipta stéttarfélaga, stjórnmálafólks, embættisfólks og námskrár og hart er vegið að þeim fáu frumkvöðlum í kerfinu sem gera tilraunir. Rökin eru oft þau að tryggja þurfi einsleitni í aðbúnaði kennara og í starfsemi skóla eða jafnvel að ekki megi rugga bátnum; að enginn megi veita betri þjónustu en aðrir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun