Hæpin rök og veikar rannsóknir Matthías Matthíasson skrifar 22. maí 2014 15:14 Hildur Friðriksdóttir frambjóðandi Vinstri grænna á Akureyri skrifar pistil á Vísi þann 21. maí sl. þar sem hún hafnar hugmyndum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um aukinn fjölbreytileika í skólastarfi fyrir ungmenni þessa lands. Vísar hún af því tilefni í mat Berglindar Rósar Magnúsdóttur á áhrifum einkavæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Mat Berglindar Rósar byggir meðal annars á viðtölum og lýðfræðilegum gögnum Um þetta efni hefur Berglind Rós flutt opinberan fyrirlestur þar sem hún notar fylgnisamband til að renna stoðum undir þá pólitísku skoðun sína að fjölgun sjálfstæðra skóla í Bandaríkjunum sé orsök breyttrar samsetningar í hópi nemenda sem útskrifast úr 250 bestu háskólunum þar í landi. Ekki tekst henni þó að sýna fram á að um orsakasamband sé að ræða. Berglind reynir einnig í erindi sínu að sýna fram á að mikil ógn steðji að Íslendingum því forréttindi auðstétta verði endursköpuð í gegn um skólakerfið. Berglindi tekst ekki að sýna fram á að slík forréttindasköpun sé líklegri en að börn njóti jafnræðis og góðrar menntunar í sjálfstæðum skólum á Íslandi. Hér er því einungis um pólítíska óskhyggju að ræða af hálfu Berglindar Rósar. Flestir íslenskir sjálfstæðir skólar fylgja hinni evrópsku hefð sem snýst um framgang hugmyndafræði í skólastarfi frekar en að um hreint viðskiptalíkan sé að ræða. Þar á meðal hefur Margrét Pála barist fyrir bæði leik- og grunnskólasamningum þar sem foreldrar greiða ekki meira í sjálfstætt starfandi skólum en opinberum, þ.e. ef þeir fá sama fjármagn og aðrir. Hjallastefnan fékk að þróast eftir gríðarleg átök við hið opinbera og loks með sjálfstæðum rekstri tókst að skapa stefnunni forsendur með fleiri leikskólum og komast upp á grunnskólastigið. Kristín Dýrfjörð hefur hoggið í sama knérunn með pólitískri umfjöllun um nýfrjálshyggju í leikskólakerfinu. Hefur þar einnig verið um óljósa fræðilega umfjöllun að ræða undir formerkjum orðræðugreiningar sem hefur verið notuð til að túlka ýmsa texta sem birst hafa opinberlega um skólastarf. Starfsemi sjálfstæðra skóla er ekki skoðuð beint, né heldur er sýnt fram á orsakasamband af neinu tagi. Í raun er ekkert að því að gjalda pólitískan varhug við sjálfstætt starfandi skólum. En sé það gert undir formerkjum fræðilegra niðurstaðna, þá hlýtur að vera gerð sú krafa að slíkar staðhæfingar séu studdar með sterkari gögnum en textarýni og óskhyggju. Sjálfstæðir skólar á Íslandi eru hlutfallslega mjög fáir en þar er unnið gott starf sem er því miður oft gagnrýnt á ómálefnalegan hátt. Flest skólafólk óskar eftir auknu frelsi í stöfum sínum. Reyndin er sú að starfsemi fjölmargra opinberra skóla er heft vegna afskipta stéttarfélaga, stjórnmálafólks, embættisfólks og námskrár og hart er vegið að þeim fáu frumkvöðlum í kerfinu sem gera tilraunir. Rökin eru oft þau að tryggja þurfi einsleitni í aðbúnaði kennara og í starfsemi skóla eða jafnvel að ekki megi rugga bátnum; að enginn megi veita betri þjónustu en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hildur Friðriksdóttir frambjóðandi Vinstri grænna á Akureyri skrifar pistil á Vísi þann 21. maí sl. þar sem hún hafnar hugmyndum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um aukinn fjölbreytileika í skólastarfi fyrir ungmenni þessa lands. Vísar hún af því tilefni í mat Berglindar Rósar Magnúsdóttur á áhrifum einkavæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Mat Berglindar Rósar byggir meðal annars á viðtölum og lýðfræðilegum gögnum Um þetta efni hefur Berglind Rós flutt opinberan fyrirlestur þar sem hún notar fylgnisamband til að renna stoðum undir þá pólitísku skoðun sína að fjölgun sjálfstæðra skóla í Bandaríkjunum sé orsök breyttrar samsetningar í hópi nemenda sem útskrifast úr 250 bestu háskólunum þar í landi. Ekki tekst henni þó að sýna fram á að um orsakasamband sé að ræða. Berglind reynir einnig í erindi sínu að sýna fram á að mikil ógn steðji að Íslendingum því forréttindi auðstétta verði endursköpuð í gegn um skólakerfið. Berglindi tekst ekki að sýna fram á að slík forréttindasköpun sé líklegri en að börn njóti jafnræðis og góðrar menntunar í sjálfstæðum skólum á Íslandi. Hér er því einungis um pólítíska óskhyggju að ræða af hálfu Berglindar Rósar. Flestir íslenskir sjálfstæðir skólar fylgja hinni evrópsku hefð sem snýst um framgang hugmyndafræði í skólastarfi frekar en að um hreint viðskiptalíkan sé að ræða. Þar á meðal hefur Margrét Pála barist fyrir bæði leik- og grunnskólasamningum þar sem foreldrar greiða ekki meira í sjálfstætt starfandi skólum en opinberum, þ.e. ef þeir fá sama fjármagn og aðrir. Hjallastefnan fékk að þróast eftir gríðarleg átök við hið opinbera og loks með sjálfstæðum rekstri tókst að skapa stefnunni forsendur með fleiri leikskólum og komast upp á grunnskólastigið. Kristín Dýrfjörð hefur hoggið í sama knérunn með pólitískri umfjöllun um nýfrjálshyggju í leikskólakerfinu. Hefur þar einnig verið um óljósa fræðilega umfjöllun að ræða undir formerkjum orðræðugreiningar sem hefur verið notuð til að túlka ýmsa texta sem birst hafa opinberlega um skólastarf. Starfsemi sjálfstæðra skóla er ekki skoðuð beint, né heldur er sýnt fram á orsakasamband af neinu tagi. Í raun er ekkert að því að gjalda pólitískan varhug við sjálfstætt starfandi skólum. En sé það gert undir formerkjum fræðilegra niðurstaðna, þá hlýtur að vera gerð sú krafa að slíkar staðhæfingar séu studdar með sterkari gögnum en textarýni og óskhyggju. Sjálfstæðir skólar á Íslandi eru hlutfallslega mjög fáir en þar er unnið gott starf sem er því miður oft gagnrýnt á ómálefnalegan hátt. Flest skólafólk óskar eftir auknu frelsi í stöfum sínum. Reyndin er sú að starfsemi fjölmargra opinberra skóla er heft vegna afskipta stéttarfélaga, stjórnmálafólks, embættisfólks og námskrár og hart er vegið að þeim fáu frumkvöðlum í kerfinu sem gera tilraunir. Rökin eru oft þau að tryggja þurfi einsleitni í aðbúnaði kennara og í starfsemi skóla eða jafnvel að ekki megi rugga bátnum; að enginn megi veita betri þjónustu en aðrir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun