Flottustu strætóskýlin Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 15:05 Eitt strætóskýlanna frumlegu. Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent
Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent