Hvers vegna íþróttir? Gísli H. Halldórsson skrifar 26. maí 2014 14:51 Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar