Gengi hlutabréfa Sjóvár hefur lækkað um 0,63% í 14 milljóna króna veltu í Kauphöllinni það sem af er degi. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.
Gengi bréfanna stendur í 12,55 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra frá því félagið var sett á markað í apríl.
Eins og greint var frá á Vísi í morgun, nam tap Sjóvár á síðasta ársfjórðungi um 124 milljónum króna, sem er viðsnúningur frá því á sama tíma í fyrra þegar 617 milljóna króna hagnaður var af rekstri Sjóvár. Tapið nú skýrist af slæmri afkomu í fjárfestingastarfsemi félagsins.
Gengi hlutabréfa Sjóvár lækkar í kjölfar uppgjörs
Randver Kári Randversson skrifar

Mest lesið

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent


Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum
Viðskipti erlent

Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila
Viðskipti innlent

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent

„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“
Viðskipti innlent



Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
