Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2014 18:45 Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Grafík/United Silicon. Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar. Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar.
Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15
Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25
Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31