Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2014 18:45 Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Grafík/United Silicon. Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar. Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. Allt að 250 störf skapast á framkvæmdatíma og sjötíu stöðugildi verða í fyrirtækinu þegar rekstur hefst eftir tvö ár. Verksmiðjan rís á iðnaðarlóð við höfnina í Helguvík en undirbúningur verkefnisins hefur farið furðuhljótt í ljósi þess hversu stórt það er. Umhverfismat var staðfest fyrir ári en það var í marsmánuði sem Landsvirkjun skýrði frá því að hún hefði gert orkusölusamning við United Silicon. Knattspyrnukappinn Auðun Helgason kom þá fram fyrir hönd fjárfestanna, sem eru bæði innlendir og erlendir. Ráðamönnum United Silicon liggur á að hefja framkvæmdir í Helguvík. Að sögn Auðuns, sem er starfandi framkvæmdastjóri, er þegar búið að gera sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þurfi því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár.Kísillmálmverksmiðjan verður við höfnina í Helguvík.Grafík/United Silicon.United Silicon hefur fengið ÍAV-verktaka til að hefja verkið og er gert ráð fyrir að fyrstu vinnuvélarnar komi á svæðið á morgun. Kísilmálmverksmiðjan verður byggð upp í þremur áföngum og verður sá fyrsti með 22 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og mun kosta um tólf milljarða króna, að sögn Auðuns. Orkuþörfin verður 35 megavött. Í endanlegri stærð er áætlað að verksmiðjan geti framleitt allt að 100 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum United Silicon verður endanlegum fyrirvörum í samningum um verkið ekki aflétt fyrr en í lok næsta mánaðar. Allir lykilsamningar eru þó í höfn, þar á meðal um orkukaup og fjármögnun, og ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hefjast handa. Áætlað er að milli 200 og 250 manns verði að störfum við smíði verksmiðjunnar næstu tvö árin en eftir að reksturinn hefst verða þar sjötíu stöðugildi, - í fyrsta áfanga hennar.
Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25 Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15
Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. 19. mars 2014 13:25
Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík 9. apríl 2014 13:31