Grunnskólinn – Menntastofnun eða geymsla? Sigrún Jónatansdóttir skrifar 12. maí 2014 23:00 Líklega hafa allir einhverja skoðun á skólum landsins, öll höfum við okkar reynslu, bæði sem nemendur, foreldrar, systkini, frændur, frænkur, ömmur og afar. Reynslan af skólagöngunni er þó æði misjöfn, einhverjir náðu góðum tökum á náminu á meðan öðrum gekk ekki eins vel. Sumum leið vel en öðrum illa. Sem betur fer hefur mikið breyst í skólamálum síðustu árin og áratugi, mun meiri skilningur er á erfiðleikum sem nemendur glíma við t.d. lesblindu og öðrum námsörðugleikum, betri almenn þekking á fötlunum auk þess sem afburðanemendum er betur sinnt. Líðan nemenda og samskipti skipa mun stærri sess en áður og reynt er að byggja upp örugga og sjálfstæða einstaklinga. Við menntun grunnskólakennara er lögð áhersla á að búa þá undir að mæta fjölbreyttum hópi nemenda úti í skólunum. Kröfur um menntun hafa smám saman aukist og draga má þá sanngjörnu ályktun að með lengra námi og auknu vettvangsnámi fáist öflugri kennarar ferskir inn í skólana að loknu námi. Síðustu ár hafa skólarnir verið vel mannaðir af grunnskólakennurum sem hafa menntun og réttindi til kennslu. En það er ekki svo ýkja langt síðan að erfitt var að fá réttindakennara til starfa og mikið var um leiðbeinendur. Leiðbeinendur í skólum eru yfirleitt yndislegt fólk, barngott og kraftmiklir starfsmenn enda vinna þeir í krefjandi umhverfi. Það sem leiðbeinendur hafa hins vegar ekki er sérþekking á uppeldis – og kennslufræði. Það er eitt að kunna eitthvað en annað að vita hvernig hægt sé að miðla því til barna með ólíkar þarfir. Þegar ég fer með bílinn minn á verkstæði vil ég að sá sem geri við hann sé bifvélavirki en ekki félagsráðgjafi, ég vil að læknarnir sem sinna mér ef ég veikist séu læknar en ekki flugvirkjar. Er óeðlilegt að gera þá kröfu að þeir sem kenna börnunum okkar séu grunnskólakennarar en ekki leiðbeinendur með annars konar eða enga menntun í faginu? Reynslan er dýrmæt og margir geta náð góðum tökum á nýju starfi með því að prófa sig áfram en er það í boði þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga sem mótast mikið á grunnskólaárunum? Mistök á þessum vettvangi geta verið ansi dýrkeypt fyrir nemendur okkar. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir í tvö ár, margir eru orðnir langþreyttir á kjörum sem duga ekki til framfærslu. Háskólarnir reyna að hvetja fólk til að koma í kennaranámið en undirtektirnar eru dræmar, raunverulegur skortur á menntuðum kennurum er nú þegar yfirvofandi þar sem meðalaldur grunnskólakennara með réttindi er mjög hár og endurnýjun í stéttinni ekki næg. Við þetta bætist nú að margir sjá sér ekki lengur fært að starfa þar sem hjartað slær og eru farnir að skoða atvinnuauglýsingarnar. Margir spyrja sig hvort sé mikilvægara – starfsvettvangurinn eða að geta boðið sjálfum sér og börnunum sínum gott og áhyggjulaust líf. Líklega eru margir til í að fórna starfsánægjunni fyrir ein mánaðamót þar sem fjármálin eru ekki í járnum. Því spyr ég þig, hvort sem þú ert nemandi, fyrrverandi nemandi, aðstandandi nemanda, einstaklingur í samninganefnd sveitarfélaga eða menntamálaráðherra, hver vilt þú að sjái um kennslu í grunnskólum? Viltu sjá faglegt starf þar sem unnið er að raunhæfum og krefjandi markmiðum þar sem hver nemandi er einstakur og honum sinnt? Viltu geta gert þá kröfu að sá sem starfi við kennslu skilji þarfir hvers nemanda og geti mætt þeim? Eða viltu að grunnskólar landsins séu geymslur þar sem foreldrar geta skilið börnin eftir á meðan þeir fara í vinnuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Líklega hafa allir einhverja skoðun á skólum landsins, öll höfum við okkar reynslu, bæði sem nemendur, foreldrar, systkini, frændur, frænkur, ömmur og afar. Reynslan af skólagöngunni er þó æði misjöfn, einhverjir náðu góðum tökum á náminu á meðan öðrum gekk ekki eins vel. Sumum leið vel en öðrum illa. Sem betur fer hefur mikið breyst í skólamálum síðustu árin og áratugi, mun meiri skilningur er á erfiðleikum sem nemendur glíma við t.d. lesblindu og öðrum námsörðugleikum, betri almenn þekking á fötlunum auk þess sem afburðanemendum er betur sinnt. Líðan nemenda og samskipti skipa mun stærri sess en áður og reynt er að byggja upp örugga og sjálfstæða einstaklinga. Við menntun grunnskólakennara er lögð áhersla á að búa þá undir að mæta fjölbreyttum hópi nemenda úti í skólunum. Kröfur um menntun hafa smám saman aukist og draga má þá sanngjörnu ályktun að með lengra námi og auknu vettvangsnámi fáist öflugri kennarar ferskir inn í skólana að loknu námi. Síðustu ár hafa skólarnir verið vel mannaðir af grunnskólakennurum sem hafa menntun og réttindi til kennslu. En það er ekki svo ýkja langt síðan að erfitt var að fá réttindakennara til starfa og mikið var um leiðbeinendur. Leiðbeinendur í skólum eru yfirleitt yndislegt fólk, barngott og kraftmiklir starfsmenn enda vinna þeir í krefjandi umhverfi. Það sem leiðbeinendur hafa hins vegar ekki er sérþekking á uppeldis – og kennslufræði. Það er eitt að kunna eitthvað en annað að vita hvernig hægt sé að miðla því til barna með ólíkar þarfir. Þegar ég fer með bílinn minn á verkstæði vil ég að sá sem geri við hann sé bifvélavirki en ekki félagsráðgjafi, ég vil að læknarnir sem sinna mér ef ég veikist séu læknar en ekki flugvirkjar. Er óeðlilegt að gera þá kröfu að þeir sem kenna börnunum okkar séu grunnskólakennarar en ekki leiðbeinendur með annars konar eða enga menntun í faginu? Reynslan er dýrmæt og margir geta náð góðum tökum á nýju starfi með því að prófa sig áfram en er það í boði þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga sem mótast mikið á grunnskólaárunum? Mistök á þessum vettvangi geta verið ansi dýrkeypt fyrir nemendur okkar. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir í tvö ár, margir eru orðnir langþreyttir á kjörum sem duga ekki til framfærslu. Háskólarnir reyna að hvetja fólk til að koma í kennaranámið en undirtektirnar eru dræmar, raunverulegur skortur á menntuðum kennurum er nú þegar yfirvofandi þar sem meðalaldur grunnskólakennara með réttindi er mjög hár og endurnýjun í stéttinni ekki næg. Við þetta bætist nú að margir sjá sér ekki lengur fært að starfa þar sem hjartað slær og eru farnir að skoða atvinnuauglýsingarnar. Margir spyrja sig hvort sé mikilvægara – starfsvettvangurinn eða að geta boðið sjálfum sér og börnunum sínum gott og áhyggjulaust líf. Líklega eru margir til í að fórna starfsánægjunni fyrir ein mánaðamót þar sem fjármálin eru ekki í járnum. Því spyr ég þig, hvort sem þú ert nemandi, fyrrverandi nemandi, aðstandandi nemanda, einstaklingur í samninganefnd sveitarfélaga eða menntamálaráðherra, hver vilt þú að sjái um kennslu í grunnskólum? Viltu sjá faglegt starf þar sem unnið er að raunhæfum og krefjandi markmiðum þar sem hver nemandi er einstakur og honum sinnt? Viltu geta gert þá kröfu að sá sem starfi við kennslu skilji þarfir hvers nemanda og geti mætt þeim? Eða viltu að grunnskólar landsins séu geymslur þar sem foreldrar geta skilið börnin eftir á meðan þeir fara í vinnuna?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun