Íslenskir stéttleysingjar Sveinn Snorri Sveinsson skrifar 13. maí 2014 12:36 Nokkrum sinnum á ævinni geta átt sér stað miklar breytingar í lífi fólks, hverjar sem þær kunna að vera. Þegar ég var um tvítugt, veiktist ég af illvígum sjúkdómum, með þeim afleiðingum að ég varð öryrki. Ég hef verið 75% öryrki í 19 ár. Á þessum 19 árum hefur margt breyst í mínu lífi, en sú staðreynd stendur þó óhögguð að ég er enn öryrki. Tryggingastofnun ríkisins hefur stutt við bakið á mér öll þessi ár og er ég mjög þakklátur fyrir það. Á Íslandi er gert meira fyrir fólk eins og mig þegar kemur að fjárhagshliðinni en í mörgum öðrum löndum. En þetta þýðir ekki að Ísland sé fyrirmyndaríki þegar kemur að réttindum öryrkja; þetta þýðir að Ísland hefur aðeins tekið nokkur skref af mörgum í rétta átt þegar kemur að velferðarmálum öryrkja. Það er stundum sagt að á Íslandi sé stéttlaust þjóðfélag og það kann að vera rétt fyrir þá sem vilja trúa því; en þegar kemur að öryrkjum, þá eru öryrkjar lægstir í virðingastiganum og stéttskipting þjóðfélagsins felst augljóslega í því hvar þú ert staddur í virðingastiganum. Þá erum við komin að þeirri spurningu – hvað er öryrki? Ég vil gjarnan reyna að svara því eins og mér finnst að sú skilgreining ætti að hljóma í dag þegar kemur að efnislegu innihaldi hennar: Öryrki er hluti af þjóðfélagsstétt einstaklinga sem hafa atvinnu af því að geta ekki vegna veikinda sinna eða fötlunar stundað hefðbundna vinnu. Til útskýringar langar mig að segja að ég hef fundið nokkrar skilgreiningar á hugtakinu „öryrki“ þar sem í öllum tilfellum er talað um andlega og líkamlega sjúkdóma og fötlun sem leiða til þess að einstaklingurinn verður óvinnufær. En það er hvergi talað um að öryrkjar séu stétt karla og kvenna sem hafa atvinnu af að vera veikir og fatlaðir. Það er nokkuð ljóst að hlutverk öryrkja er að taka á sig þá sjúkdóma og fötlun sem fyrirfinnast í þjóðfélaginu. Þannig er öryrki einstaklingur sem vinnur þjóðþrifastarf sem allir Íslendingar ættu að vera meðvitaðir um. Hlutverk öryrkja sem starfandi stétt karla og kvenna ætti að vera lögfest af Alþingi Íslendinga og þeir hafa rétt til sömu lágmarkslauna og aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Nokkrum sinnum á ævinni geta átt sér stað miklar breytingar í lífi fólks, hverjar sem þær kunna að vera. Þegar ég var um tvítugt, veiktist ég af illvígum sjúkdómum, með þeim afleiðingum að ég varð öryrki. Ég hef verið 75% öryrki í 19 ár. Á þessum 19 árum hefur margt breyst í mínu lífi, en sú staðreynd stendur þó óhögguð að ég er enn öryrki. Tryggingastofnun ríkisins hefur stutt við bakið á mér öll þessi ár og er ég mjög þakklátur fyrir það. Á Íslandi er gert meira fyrir fólk eins og mig þegar kemur að fjárhagshliðinni en í mörgum öðrum löndum. En þetta þýðir ekki að Ísland sé fyrirmyndaríki þegar kemur að réttindum öryrkja; þetta þýðir að Ísland hefur aðeins tekið nokkur skref af mörgum í rétta átt þegar kemur að velferðarmálum öryrkja. Það er stundum sagt að á Íslandi sé stéttlaust þjóðfélag og það kann að vera rétt fyrir þá sem vilja trúa því; en þegar kemur að öryrkjum, þá eru öryrkjar lægstir í virðingastiganum og stéttskipting þjóðfélagsins felst augljóslega í því hvar þú ert staddur í virðingastiganum. Þá erum við komin að þeirri spurningu – hvað er öryrki? Ég vil gjarnan reyna að svara því eins og mér finnst að sú skilgreining ætti að hljóma í dag þegar kemur að efnislegu innihaldi hennar: Öryrki er hluti af þjóðfélagsstétt einstaklinga sem hafa atvinnu af því að geta ekki vegna veikinda sinna eða fötlunar stundað hefðbundna vinnu. Til útskýringar langar mig að segja að ég hef fundið nokkrar skilgreiningar á hugtakinu „öryrki“ þar sem í öllum tilfellum er talað um andlega og líkamlega sjúkdóma og fötlun sem leiða til þess að einstaklingurinn verður óvinnufær. En það er hvergi talað um að öryrkjar séu stétt karla og kvenna sem hafa atvinnu af að vera veikir og fatlaðir. Það er nokkuð ljóst að hlutverk öryrkja er að taka á sig þá sjúkdóma og fötlun sem fyrirfinnast í þjóðfélaginu. Þannig er öryrki einstaklingur sem vinnur þjóðþrifastarf sem allir Íslendingar ættu að vera meðvitaðir um. Hlutverk öryrkja sem starfandi stétt karla og kvenna ætti að vera lögfest af Alþingi Íslendinga og þeir hafa rétt til sömu lágmarkslauna og aðrar stéttir í þjóðfélaginu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun