Hvað er góð fyrirmynd? Hulda Proppé skrifar 14. maí 2014 21:45 Fyrirmyndir hafa mikil áhrif á líf okkar. Það er tilhneiging mannsins að horfa á náungann og beina sjónum að þeim sem skara fram úr. Fyrirmyndir geta bæði verið góðar og slæmar og oft er fín lína þar á milli. Ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á því að það markmið að feta í hvert einasta fótspor fyrirmyndar minnar er óraunsætt í meira lagi því innan við skrápinn leynist einstaklingur sem er mótaður af vonum sínum og þrám, sigrum og sorgum. Þar af leiðir að ég get aldrei orðið eins og einhver annar. Ég get tekið gjörðir hans mér til fyrirmyndar en mér ber að varast að ætla að verða samhverfa hans. Þetta viljum við kenna börnum okkar. Í íslensku skólakerfi ríkir stefna um skóla án aðgreiningar þar sem börn af ólíkum meiði sitja við sama borð í skólastofunni, eða að minnsta kosti eiga þau að gera það. Einstaklingurinn er metinn að verðleikum og inn í alla kennslu eiga ákveðnir grunnþættir að fléttast; grunnþættir sem eiga m.a. að stuðla að því að móta einstaklinga sem geta bjargað sér í samfélaginu, unnið með öðrum, haft getu og vilja til að hafa áhrif og síðast en ekki síst að þeir kunni að byggja sig upp andlega og líkamlega. Frá því fyrir jól hefur umræðu um niðurstöður Pisa rannsóknarinnar frá árinu 2012 verið haldið hátt á lofti. Við erum stöðugt minnt á að íslensk ungmenni standa mun verr að vígi en önnur börn í lestri og stærðfræði og svo mjög að ástæða er til að hafa áhyggjur, samkvæmt þeim er hæst láta. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að hér þurfi að umbylta skólakerfinu í heild. En hvað býr að baki árangri hinna? Í mars síðastliðnum hélt ég á samnorræna ráðstefnu kennaranema, sem að þessu sinni var haldin í norðurhluta Finnlands. Eitt af því sem ég hlakkaði mest til var að heimsækja finnska skóla, því samkvæmt margumræddri Pisa rannsókn ná Finnar framúrskarandi árangri í stærðfræði og lestri, svo eitthvað sé nefnt. „Ég ætla að læra af þeim bestu,“ hugsaði ég með mér. Þau áform mín breyttust fljótt því í einni heimsókninni deildi heiðarlegur kennari með okkur því sem hann taldi vera mesta báknið á finnsku skólakerfi. Hvað var það? Jú, vanlíðan finnskra barna í skólanum og neikvætt viðmót til skólaumhverfisins. Þær niðurstöður koma einnig fram í Pisa rannsóknni. Þar má hins vegar líka sjá að frá árinu 2000 hefur líðan barna í íslenskum skólum batnað svo um munar, og ekki bara líðan þeirra heldur viðhorf til skólans, samband við kennara, agi í tímum, samsömun við nemendahópinn og síðast en ekki síst, stuðningur kennara við nemendur. Enn erum við ólík Finnunum og með aðrar áherslur. Við upphaf síðustu aldar héldu íslensk ungmenni út fyrir landsteinana til að mennta sig. Slök kunnátta í ákveðnum námsgreinum aftraði nemendum ekki frá því að nema við erlenda skóla og smám saman jókst menntunarstig þessarar litlu þjóðar í norðri. Þrátt fyrir miklar fyrirætlanir og há markmið verðum við að sætta okkur við að við erum enn þessi litla þjóð í norðri. Hér líður nemendum hins vegar vel í skólanum og námi almennt og það hlýtur að vera einn af máttarstólpum þess að mennta einstaklinga sem geta fótað sig í lífinu, hvað svo sem þeir taka sér fyrir hendur. Hvað ætlum við þá lengi að bera okkur saman við aðila sem standa einfaldlega á allt öðrum stað en við? Að sjálfsögðu er gott að skoða rannsóknir og staðsetja sig miðað við aðra en það verður að varast hvaða augum fyrirmyndir eru litnar. Það má vera að við þurfum að beina sjónum að lestri og stærðfræði en það er varla það eina sem skiptir máli. Hverju erum við tilbúin til að fórna við að elta fyrirmyndir okkar, sem við virðumst bara sjá frá einni hlið? Við veljum okkur fyrirmyndir. Við verðum hins vegar að ákveða hvenær við ætlum að hætta að hengja sjálfsmynd okkar vegna óraunhæfs samanburðar, sér í lagi vegna þess að við kennum börnum okkar að slíkt sé ekki við hæfi. Nú í vor útskrifast fyrsti árgangurinn sem lýkur fimm ára háskólanámi til að öðlast kennsluréttindi og ég er í þeirra hópi. Ég hlakka til að taka til starfa og hef heitið sjálfri mér því að áhersla mín í kennslu sé ávallt í samræmi við sannfæringu mína. Horfum á námsárangur sem markmið en gleymum ekki að hæla íslensku skólakerfi fyrir það sem skiptir mestu máli – að börnunum okkar líði vel og að þau læri að verða ábyrgir samfélagsþegnar, hvert og eitt á sínum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir hafa mikil áhrif á líf okkar. Það er tilhneiging mannsins að horfa á náungann og beina sjónum að þeim sem skara fram úr. Fyrirmyndir geta bæði verið góðar og slæmar og oft er fín lína þar á milli. Ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á því að það markmið að feta í hvert einasta fótspor fyrirmyndar minnar er óraunsætt í meira lagi því innan við skrápinn leynist einstaklingur sem er mótaður af vonum sínum og þrám, sigrum og sorgum. Þar af leiðir að ég get aldrei orðið eins og einhver annar. Ég get tekið gjörðir hans mér til fyrirmyndar en mér ber að varast að ætla að verða samhverfa hans. Þetta viljum við kenna börnum okkar. Í íslensku skólakerfi ríkir stefna um skóla án aðgreiningar þar sem börn af ólíkum meiði sitja við sama borð í skólastofunni, eða að minnsta kosti eiga þau að gera það. Einstaklingurinn er metinn að verðleikum og inn í alla kennslu eiga ákveðnir grunnþættir að fléttast; grunnþættir sem eiga m.a. að stuðla að því að móta einstaklinga sem geta bjargað sér í samfélaginu, unnið með öðrum, haft getu og vilja til að hafa áhrif og síðast en ekki síst að þeir kunni að byggja sig upp andlega og líkamlega. Frá því fyrir jól hefur umræðu um niðurstöður Pisa rannsóknarinnar frá árinu 2012 verið haldið hátt á lofti. Við erum stöðugt minnt á að íslensk ungmenni standa mun verr að vígi en önnur börn í lestri og stærðfræði og svo mjög að ástæða er til að hafa áhyggjur, samkvæmt þeim er hæst láta. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að hér þurfi að umbylta skólakerfinu í heild. En hvað býr að baki árangri hinna? Í mars síðastliðnum hélt ég á samnorræna ráðstefnu kennaranema, sem að þessu sinni var haldin í norðurhluta Finnlands. Eitt af því sem ég hlakkaði mest til var að heimsækja finnska skóla, því samkvæmt margumræddri Pisa rannsókn ná Finnar framúrskarandi árangri í stærðfræði og lestri, svo eitthvað sé nefnt. „Ég ætla að læra af þeim bestu,“ hugsaði ég með mér. Þau áform mín breyttust fljótt því í einni heimsókninni deildi heiðarlegur kennari með okkur því sem hann taldi vera mesta báknið á finnsku skólakerfi. Hvað var það? Jú, vanlíðan finnskra barna í skólanum og neikvætt viðmót til skólaumhverfisins. Þær niðurstöður koma einnig fram í Pisa rannsóknni. Þar má hins vegar líka sjá að frá árinu 2000 hefur líðan barna í íslenskum skólum batnað svo um munar, og ekki bara líðan þeirra heldur viðhorf til skólans, samband við kennara, agi í tímum, samsömun við nemendahópinn og síðast en ekki síst, stuðningur kennara við nemendur. Enn erum við ólík Finnunum og með aðrar áherslur. Við upphaf síðustu aldar héldu íslensk ungmenni út fyrir landsteinana til að mennta sig. Slök kunnátta í ákveðnum námsgreinum aftraði nemendum ekki frá því að nema við erlenda skóla og smám saman jókst menntunarstig þessarar litlu þjóðar í norðri. Þrátt fyrir miklar fyrirætlanir og há markmið verðum við að sætta okkur við að við erum enn þessi litla þjóð í norðri. Hér líður nemendum hins vegar vel í skólanum og námi almennt og það hlýtur að vera einn af máttarstólpum þess að mennta einstaklinga sem geta fótað sig í lífinu, hvað svo sem þeir taka sér fyrir hendur. Hvað ætlum við þá lengi að bera okkur saman við aðila sem standa einfaldlega á allt öðrum stað en við? Að sjálfsögðu er gott að skoða rannsóknir og staðsetja sig miðað við aðra en það verður að varast hvaða augum fyrirmyndir eru litnar. Það má vera að við þurfum að beina sjónum að lestri og stærðfræði en það er varla það eina sem skiptir máli. Hverju erum við tilbúin til að fórna við að elta fyrirmyndir okkar, sem við virðumst bara sjá frá einni hlið? Við veljum okkur fyrirmyndir. Við verðum hins vegar að ákveða hvenær við ætlum að hætta að hengja sjálfsmynd okkar vegna óraunhæfs samanburðar, sér í lagi vegna þess að við kennum börnum okkar að slíkt sé ekki við hæfi. Nú í vor útskrifast fyrsti árgangurinn sem lýkur fimm ára háskólanámi til að öðlast kennsluréttindi og ég er í þeirra hópi. Ég hlakka til að taka til starfa og hef heitið sjálfri mér því að áhersla mín í kennslu sé ávallt í samræmi við sannfæringu mína. Horfum á námsárangur sem markmið en gleymum ekki að hæla íslensku skólakerfi fyrir það sem skiptir mestu máli – að börnunum okkar líði vel og að þau læri að verða ábyrgir samfélagsþegnar, hvert og eitt á sínum forsendum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar