Hvað er góð fyrirmynd? Hulda Proppé skrifar 14. maí 2014 21:45 Fyrirmyndir hafa mikil áhrif á líf okkar. Það er tilhneiging mannsins að horfa á náungann og beina sjónum að þeim sem skara fram úr. Fyrirmyndir geta bæði verið góðar og slæmar og oft er fín lína þar á milli. Ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á því að það markmið að feta í hvert einasta fótspor fyrirmyndar minnar er óraunsætt í meira lagi því innan við skrápinn leynist einstaklingur sem er mótaður af vonum sínum og þrám, sigrum og sorgum. Þar af leiðir að ég get aldrei orðið eins og einhver annar. Ég get tekið gjörðir hans mér til fyrirmyndar en mér ber að varast að ætla að verða samhverfa hans. Þetta viljum við kenna börnum okkar. Í íslensku skólakerfi ríkir stefna um skóla án aðgreiningar þar sem börn af ólíkum meiði sitja við sama borð í skólastofunni, eða að minnsta kosti eiga þau að gera það. Einstaklingurinn er metinn að verðleikum og inn í alla kennslu eiga ákveðnir grunnþættir að fléttast; grunnþættir sem eiga m.a. að stuðla að því að móta einstaklinga sem geta bjargað sér í samfélaginu, unnið með öðrum, haft getu og vilja til að hafa áhrif og síðast en ekki síst að þeir kunni að byggja sig upp andlega og líkamlega. Frá því fyrir jól hefur umræðu um niðurstöður Pisa rannsóknarinnar frá árinu 2012 verið haldið hátt á lofti. Við erum stöðugt minnt á að íslensk ungmenni standa mun verr að vígi en önnur börn í lestri og stærðfræði og svo mjög að ástæða er til að hafa áhyggjur, samkvæmt þeim er hæst láta. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að hér þurfi að umbylta skólakerfinu í heild. En hvað býr að baki árangri hinna? Í mars síðastliðnum hélt ég á samnorræna ráðstefnu kennaranema, sem að þessu sinni var haldin í norðurhluta Finnlands. Eitt af því sem ég hlakkaði mest til var að heimsækja finnska skóla, því samkvæmt margumræddri Pisa rannsókn ná Finnar framúrskarandi árangri í stærðfræði og lestri, svo eitthvað sé nefnt. „Ég ætla að læra af þeim bestu,“ hugsaði ég með mér. Þau áform mín breyttust fljótt því í einni heimsókninni deildi heiðarlegur kennari með okkur því sem hann taldi vera mesta báknið á finnsku skólakerfi. Hvað var það? Jú, vanlíðan finnskra barna í skólanum og neikvætt viðmót til skólaumhverfisins. Þær niðurstöður koma einnig fram í Pisa rannsóknni. Þar má hins vegar líka sjá að frá árinu 2000 hefur líðan barna í íslenskum skólum batnað svo um munar, og ekki bara líðan þeirra heldur viðhorf til skólans, samband við kennara, agi í tímum, samsömun við nemendahópinn og síðast en ekki síst, stuðningur kennara við nemendur. Enn erum við ólík Finnunum og með aðrar áherslur. Við upphaf síðustu aldar héldu íslensk ungmenni út fyrir landsteinana til að mennta sig. Slök kunnátta í ákveðnum námsgreinum aftraði nemendum ekki frá því að nema við erlenda skóla og smám saman jókst menntunarstig þessarar litlu þjóðar í norðri. Þrátt fyrir miklar fyrirætlanir og há markmið verðum við að sætta okkur við að við erum enn þessi litla þjóð í norðri. Hér líður nemendum hins vegar vel í skólanum og námi almennt og það hlýtur að vera einn af máttarstólpum þess að mennta einstaklinga sem geta fótað sig í lífinu, hvað svo sem þeir taka sér fyrir hendur. Hvað ætlum við þá lengi að bera okkur saman við aðila sem standa einfaldlega á allt öðrum stað en við? Að sjálfsögðu er gott að skoða rannsóknir og staðsetja sig miðað við aðra en það verður að varast hvaða augum fyrirmyndir eru litnar. Það má vera að við þurfum að beina sjónum að lestri og stærðfræði en það er varla það eina sem skiptir máli. Hverju erum við tilbúin til að fórna við að elta fyrirmyndir okkar, sem við virðumst bara sjá frá einni hlið? Við veljum okkur fyrirmyndir. Við verðum hins vegar að ákveða hvenær við ætlum að hætta að hengja sjálfsmynd okkar vegna óraunhæfs samanburðar, sér í lagi vegna þess að við kennum börnum okkar að slíkt sé ekki við hæfi. Nú í vor útskrifast fyrsti árgangurinn sem lýkur fimm ára háskólanámi til að öðlast kennsluréttindi og ég er í þeirra hópi. Ég hlakka til að taka til starfa og hef heitið sjálfri mér því að áhersla mín í kennslu sé ávallt í samræmi við sannfæringu mína. Horfum á námsárangur sem markmið en gleymum ekki að hæla íslensku skólakerfi fyrir það sem skiptir mestu máli – að börnunum okkar líði vel og að þau læri að verða ábyrgir samfélagsþegnar, hvert og eitt á sínum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir hafa mikil áhrif á líf okkar. Það er tilhneiging mannsins að horfa á náungann og beina sjónum að þeim sem skara fram úr. Fyrirmyndir geta bæði verið góðar og slæmar og oft er fín lína þar á milli. Ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á því að það markmið að feta í hvert einasta fótspor fyrirmyndar minnar er óraunsætt í meira lagi því innan við skrápinn leynist einstaklingur sem er mótaður af vonum sínum og þrám, sigrum og sorgum. Þar af leiðir að ég get aldrei orðið eins og einhver annar. Ég get tekið gjörðir hans mér til fyrirmyndar en mér ber að varast að ætla að verða samhverfa hans. Þetta viljum við kenna börnum okkar. Í íslensku skólakerfi ríkir stefna um skóla án aðgreiningar þar sem börn af ólíkum meiði sitja við sama borð í skólastofunni, eða að minnsta kosti eiga þau að gera það. Einstaklingurinn er metinn að verðleikum og inn í alla kennslu eiga ákveðnir grunnþættir að fléttast; grunnþættir sem eiga m.a. að stuðla að því að móta einstaklinga sem geta bjargað sér í samfélaginu, unnið með öðrum, haft getu og vilja til að hafa áhrif og síðast en ekki síst að þeir kunni að byggja sig upp andlega og líkamlega. Frá því fyrir jól hefur umræðu um niðurstöður Pisa rannsóknarinnar frá árinu 2012 verið haldið hátt á lofti. Við erum stöðugt minnt á að íslensk ungmenni standa mun verr að vígi en önnur börn í lestri og stærðfræði og svo mjög að ástæða er til að hafa áhyggjur, samkvæmt þeim er hæst láta. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að hér þurfi að umbylta skólakerfinu í heild. En hvað býr að baki árangri hinna? Í mars síðastliðnum hélt ég á samnorræna ráðstefnu kennaranema, sem að þessu sinni var haldin í norðurhluta Finnlands. Eitt af því sem ég hlakkaði mest til var að heimsækja finnska skóla, því samkvæmt margumræddri Pisa rannsókn ná Finnar framúrskarandi árangri í stærðfræði og lestri, svo eitthvað sé nefnt. „Ég ætla að læra af þeim bestu,“ hugsaði ég með mér. Þau áform mín breyttust fljótt því í einni heimsókninni deildi heiðarlegur kennari með okkur því sem hann taldi vera mesta báknið á finnsku skólakerfi. Hvað var það? Jú, vanlíðan finnskra barna í skólanum og neikvætt viðmót til skólaumhverfisins. Þær niðurstöður koma einnig fram í Pisa rannsóknni. Þar má hins vegar líka sjá að frá árinu 2000 hefur líðan barna í íslenskum skólum batnað svo um munar, og ekki bara líðan þeirra heldur viðhorf til skólans, samband við kennara, agi í tímum, samsömun við nemendahópinn og síðast en ekki síst, stuðningur kennara við nemendur. Enn erum við ólík Finnunum og með aðrar áherslur. Við upphaf síðustu aldar héldu íslensk ungmenni út fyrir landsteinana til að mennta sig. Slök kunnátta í ákveðnum námsgreinum aftraði nemendum ekki frá því að nema við erlenda skóla og smám saman jókst menntunarstig þessarar litlu þjóðar í norðri. Þrátt fyrir miklar fyrirætlanir og há markmið verðum við að sætta okkur við að við erum enn þessi litla þjóð í norðri. Hér líður nemendum hins vegar vel í skólanum og námi almennt og það hlýtur að vera einn af máttarstólpum þess að mennta einstaklinga sem geta fótað sig í lífinu, hvað svo sem þeir taka sér fyrir hendur. Hvað ætlum við þá lengi að bera okkur saman við aðila sem standa einfaldlega á allt öðrum stað en við? Að sjálfsögðu er gott að skoða rannsóknir og staðsetja sig miðað við aðra en það verður að varast hvaða augum fyrirmyndir eru litnar. Það má vera að við þurfum að beina sjónum að lestri og stærðfræði en það er varla það eina sem skiptir máli. Hverju erum við tilbúin til að fórna við að elta fyrirmyndir okkar, sem við virðumst bara sjá frá einni hlið? Við veljum okkur fyrirmyndir. Við verðum hins vegar að ákveða hvenær við ætlum að hætta að hengja sjálfsmynd okkar vegna óraunhæfs samanburðar, sér í lagi vegna þess að við kennum börnum okkar að slíkt sé ekki við hæfi. Nú í vor útskrifast fyrsti árgangurinn sem lýkur fimm ára háskólanámi til að öðlast kennsluréttindi og ég er í þeirra hópi. Ég hlakka til að taka til starfa og hef heitið sjálfri mér því að áhersla mín í kennslu sé ávallt í samræmi við sannfæringu mína. Horfum á námsárangur sem markmið en gleymum ekki að hæla íslensku skólakerfi fyrir það sem skiptir mestu máli – að börnunum okkar líði vel og að þau læri að verða ábyrgir samfélagsþegnar, hvert og eitt á sínum forsendum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun