Patti væri til í að spila í kvöld | Óvissa með Sigurberg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2014 15:15 Patrekur hefur fulla trú á sínu liði í kvöld. samsett mynd/tryggvi "Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin." Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
"Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15
Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00
Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15
Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00
Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15
Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45