Halló, Reykjavík! Kristján Freyr Halldórsson skrifar 15. maí 2014 17:30 Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar