Fyrir hvern eru Neytendasamtökin að vinna? Jón Þór Helgason skrifar 16. maí 2014 13:56 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. maí síðastliðinn, þar sem hann kvartaði yfir því að Neytendasamtökin ættu ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um tollamál. Mér persónulega finnst það dálítið merkilegt að það sé skipuð sérstök nefnd um tolla á landbúnaðarvörum, en ekki um aðrar vörur. Eins finnst mér mjög merkilegt að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá Neytendasamtökunum um þá yfirlýsingu fjármálaráðherra að til standi að fella niður alla tolla á fatnaði og öðrum varningi, sem er ein besta kjarabót sem hægt væri að færa neytendum. Ef við gefum okkur að tollar á erlendum landbúnaðarafurðum verði felldir niður einhliða mun það líklega ekki skila sér til neytenda. Fyrir því eru tvær ástæður; í fyrsta lagi er afar takmörkuð samkeppni í verslun á Íslandi og í öðru lagi er líklegt að atvinnustig muni veikjast sem og gengi krónunnar. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast, sem kostar gjaldeyri sem við eigum ekki mikið af. Samkeppni með vöru og þjónustu er af hinu góða og markmið Neytendasamtakanna ætti að vera að benda á það sem mislaga fer í samkeppni og þar sem hallað er á neytendur. Umræða um neytendamál hér á landi hefur oft snúist um höft og hömlur og er þá iðulega vísað í landbúnaðinn. Það er merkilegt að Neytendasamtökin virðast kæra sig kollótta um að ólíkt landbúnaðarvörum eru margar vörur, líkt og fatnaður og raftæki, mun dýrari hér en víðast hvar annars staðar. Tolla- og vörugjaldakerfið kemur í veg fyrir samkeppni frá þeim löndum þar sem verslunin sættir sig við lægri álagningu. Við sem þjóð töpum á þessu, þar sem álagning á vöru er að færast úr landi í formi póstsendinga frá Kína, þar sem verðin eru mun lægri. Og það sem verra er, neytandinn er farinn að sætta sig við lakari gæði af því að verðmunurinn er orðinn svo mikill. Þar að auki eru verslunarferðir aftur orðnar vinsælar og því flyst verslun úr landi. Eftir fall krónunnar lækkaðu laun og leiga atvinnuhúsnæðis hér miðað við önnur lönd og því ætti að vera hagstæðara að versla hér en víðast hvar í norður Evrópu. Verslunin ætti að vera í blóma hér en hún er það ekki þrátt fyrir meira en 100% fall krónunnar frá hruni. Því fer fólk í verslunarferðir og verslar í kínverskum netverslunum. Eitt er að auka velsæld neytenda með því að lækka verð til framleiðanda á landbúnaðarvörum. Annað er að virðiskeðjan liggur alltaf frá framleiðanda til verslunar og þaðan til neytenda. Síðan að formerkingar matvæla voru teknar af hafa ostar hækkað um 11,75% frá framleiðanda til verslunar en 17,2% frá verslun til neytenda. Mjólkin hefur hækkað um 11,22% til verslana en 14,7% til neytenda. Þessar tölur eru opinberar, tölur frá Verðlagsnefnd búvara og frá Hagstofunni. Þetta hefur gerst án athugasemda Neytendasamtakanna. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 5,1 % frá janúar 2012 til dagsins í dag á sama tíma og krónan styrktist um 2% gagnvart evru og rúm 8% gagnvart dollar. Þetta eru líka opinberar tölur sem Neytendasamtökin hafa heldur ekki gert athugasemdir við. Því velti ég fyrir mér, fyrir hverja eru Neytendasamtökin að vinna. Einu tollarnar sem þau virðast hafa áhuga á eru tollar á landbúnaðarvörum. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina einungis barist fyrir lækkun á tollum á landbúnaðarvörum, sem í raun mun vigta mjög lítið ef af verður, þar sem verslunin mun hirða ágóðann af lækkun innkaupsverðs. Neytendasamtökin hafa ekki verið að berjast fyrir lækkun á tollum á fatnaði eða raftækjum sem myndi auka samkeppni í verslun. Fyrir hvern/hverja eru Neytendasamtökin að vinna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. maí síðastliðinn, þar sem hann kvartaði yfir því að Neytendasamtökin ættu ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um tollamál. Mér persónulega finnst það dálítið merkilegt að það sé skipuð sérstök nefnd um tolla á landbúnaðarvörum, en ekki um aðrar vörur. Eins finnst mér mjög merkilegt að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá Neytendasamtökunum um þá yfirlýsingu fjármálaráðherra að til standi að fella niður alla tolla á fatnaði og öðrum varningi, sem er ein besta kjarabót sem hægt væri að færa neytendum. Ef við gefum okkur að tollar á erlendum landbúnaðarafurðum verði felldir niður einhliða mun það líklega ekki skila sér til neytenda. Fyrir því eru tvær ástæður; í fyrsta lagi er afar takmörkuð samkeppni í verslun á Íslandi og í öðru lagi er líklegt að atvinnustig muni veikjast sem og gengi krónunnar. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast, sem kostar gjaldeyri sem við eigum ekki mikið af. Samkeppni með vöru og þjónustu er af hinu góða og markmið Neytendasamtakanna ætti að vera að benda á það sem mislaga fer í samkeppni og þar sem hallað er á neytendur. Umræða um neytendamál hér á landi hefur oft snúist um höft og hömlur og er þá iðulega vísað í landbúnaðinn. Það er merkilegt að Neytendasamtökin virðast kæra sig kollótta um að ólíkt landbúnaðarvörum eru margar vörur, líkt og fatnaður og raftæki, mun dýrari hér en víðast hvar annars staðar. Tolla- og vörugjaldakerfið kemur í veg fyrir samkeppni frá þeim löndum þar sem verslunin sættir sig við lægri álagningu. Við sem þjóð töpum á þessu, þar sem álagning á vöru er að færast úr landi í formi póstsendinga frá Kína, þar sem verðin eru mun lægri. Og það sem verra er, neytandinn er farinn að sætta sig við lakari gæði af því að verðmunurinn er orðinn svo mikill. Þar að auki eru verslunarferðir aftur orðnar vinsælar og því flyst verslun úr landi. Eftir fall krónunnar lækkaðu laun og leiga atvinnuhúsnæðis hér miðað við önnur lönd og því ætti að vera hagstæðara að versla hér en víðast hvar í norður Evrópu. Verslunin ætti að vera í blóma hér en hún er það ekki þrátt fyrir meira en 100% fall krónunnar frá hruni. Því fer fólk í verslunarferðir og verslar í kínverskum netverslunum. Eitt er að auka velsæld neytenda með því að lækka verð til framleiðanda á landbúnaðarvörum. Annað er að virðiskeðjan liggur alltaf frá framleiðanda til verslunar og þaðan til neytenda. Síðan að formerkingar matvæla voru teknar af hafa ostar hækkað um 11,75% frá framleiðanda til verslunar en 17,2% frá verslun til neytenda. Mjólkin hefur hækkað um 11,22% til verslana en 14,7% til neytenda. Þessar tölur eru opinberar, tölur frá Verðlagsnefnd búvara og frá Hagstofunni. Þetta hefur gerst án athugasemda Neytendasamtakanna. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 5,1 % frá janúar 2012 til dagsins í dag á sama tíma og krónan styrktist um 2% gagnvart evru og rúm 8% gagnvart dollar. Þetta eru líka opinberar tölur sem Neytendasamtökin hafa heldur ekki gert athugasemdir við. Því velti ég fyrir mér, fyrir hverja eru Neytendasamtökin að vinna. Einu tollarnar sem þau virðast hafa áhuga á eru tollar á landbúnaðarvörum. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina einungis barist fyrir lækkun á tollum á landbúnaðarvörum, sem í raun mun vigta mjög lítið ef af verður, þar sem verslunin mun hirða ágóðann af lækkun innkaupsverðs. Neytendasamtökin hafa ekki verið að berjast fyrir lækkun á tollum á fatnaði eða raftækjum sem myndi auka samkeppni í verslun. Fyrir hvern/hverja eru Neytendasamtökin að vinna?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun