Innlent

Harkaleg aftanákeyrsla á skólabíl á Suðurlandsvegi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mynd af slysstað.
Mynd af slysstað. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Harður árekstur varð á fjórða tímanum á Suðurlandsvegi þegar fólksbíll keyrði aftan á skólabíl sem var að koma úr Hveragerði og ætlaði að beygja upp Hvammsveg í Ölfus með tvö skólabörn á leið heim úr skólanum.

Bíllinn var illa leikinn eftir áreksturinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flytja þurfti fólksbílinn í burtu með kranabíl. Ökumaður bílsins fór á Heilsugæslustöð Selfoss til skoðunar. Börnin voru bæði í öryggisbelti í skólabílnum. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×