Hefur ekkert gerst í barneignaþjónustu í heila öld?? Áslaug Íris Valsdóttir skrifar 5. maí 2014 13:14 Þessa dagana eru tvenn tímamót í mínu ljósmóður lífi. Félagið mitt Ljósmæðrafélag Íslands varð 95 ára 2. maí s.l. sem gerir það eitt af elstu starfandi stéttarfélögum landsins og þar að auki það eina sem eingöngu er skipað konum og í dag 5. maí er alþjóðadagur ljósmæðra. Á tímamótum lætur maður oft hugann reika og ég fór að hugsa um stöðu ljósmæðra í dag og hvaða breytingar hafa orðið síðustu hundrað ár. Eitt af því sem augljóslega hefur breyst er menntun ljósmæðra. Einu sinni tók námið sex mánuði en hefur lengst allverulega og tekur nú sex ár í háskóla að fá starfsréttindi sem ljósmóðir. 1914 voru árslaun ljósmæðra 420 krónur en sótara 2000 krónur, þessi launamunur kynja hefur haldið sér, ekki alveg í óbreyttu hlutfalli en munurinn er enn til staðar. Fyrir hundrað árum voru Íslendingar tæp 88 þús. og eignuðust 2.338 börn. Nú eru Íslendingar yfir þrjúhundruð þúsund og eignast um 4.600 börn á ári. Sem sagt sumt hefur breyst og þróast eins og viðbúið var en það allsendis ótrúlega er þegar tölur eru skoðaðar að útskrifaður fjöldi ljósmæðra er sá sami. Síðustu hundrað ár hafa verið útskrifaðar um það bil 8-13 ljósmæður árlega og hefur fjöldinn haldist stöðugur. Til samanburðar má nefna að árið 1914 útskrifuðust 5 læknar en árið 2014 munu útskrifast um 50 læknar. Fyrstu þroskaþjálfarnir útskrifast 1960 þá 4 en núna útskrifast um 40-60 á ári. Hvernig má þetta vera? Hvernig stendur á því að það er aukin þörf fyrir nánast allar aðrar stéttir fagfólks? Það eru helmingi fleiri börn sem fæðast núna. Vandamálin sem hrjá barnshafandi konur eru líka fleiri og öðruvísi heldur en 1914. Nú snýst vandinn um offitu, sykursýki, fíkn, geðrænan vanda, tungumála erfiðleika vegna nýbúa auk menningarmunar og svo ýmiskonar félagslegan vanda svo að fátt eitt sé talið. Margar barnshafandi konur glíma við flókin og erfið vandamál sem ljósmóðir þarf að vera fær um greina og koma í réttan farveg. EN það ótrúlega gerist ennþá, þrátt fyrir þennan litla fjölda útskrifaðra ljósmæðra, veikari mæður og helmingi fleiri börn sem fæðast þá eru samt til atvinnulausar ljósmæður og aðrar sem ekki fá það vinnuhlutfall sem þær þurfa og vilja. Í mínum huga þýðir þetta að ekki sé nægjanlega vel mannað ljósmæðrum í heilbrigðiskerfinu og að sú auðlind sem ljósmæður eru sé ekki nýtt að fullu við störf þar sem þekking þeirra gæti komið að notum. Ljósmæður eru vel menntuð stétt með góða og víðtæka menntun. Þekking okkar nýtist því víða og koma ýmis forvarnarstörf fyrst upp í hugann. Það er þekkt að mikið er leitað til sérfræðilækna á Íslandi, konur leita til sérfræðings jafnvel með mál sem falla undir grunnþjónustu og forvarnir og þar með erum við að greiða fyrir óþarflega dýra og flókna þjónustu. Heimilislækna skortur er alþekktur vandi, gætu ljósmæður ekki komið þar inn og sinnt þeim þáttum sem snúa að kynheilbrigði, getnaðarvarnaráðgjöf og heilbrigði kvenna? Er ekki mál til komið að þeir sem stjórna heilbrigðismálum fari að nýta þá auðlind sem vel menntaðar ljósmæður eru?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru tvenn tímamót í mínu ljósmóður lífi. Félagið mitt Ljósmæðrafélag Íslands varð 95 ára 2. maí s.l. sem gerir það eitt af elstu starfandi stéttarfélögum landsins og þar að auki það eina sem eingöngu er skipað konum og í dag 5. maí er alþjóðadagur ljósmæðra. Á tímamótum lætur maður oft hugann reika og ég fór að hugsa um stöðu ljósmæðra í dag og hvaða breytingar hafa orðið síðustu hundrað ár. Eitt af því sem augljóslega hefur breyst er menntun ljósmæðra. Einu sinni tók námið sex mánuði en hefur lengst allverulega og tekur nú sex ár í háskóla að fá starfsréttindi sem ljósmóðir. 1914 voru árslaun ljósmæðra 420 krónur en sótara 2000 krónur, þessi launamunur kynja hefur haldið sér, ekki alveg í óbreyttu hlutfalli en munurinn er enn til staðar. Fyrir hundrað árum voru Íslendingar tæp 88 þús. og eignuðust 2.338 börn. Nú eru Íslendingar yfir þrjúhundruð þúsund og eignast um 4.600 börn á ári. Sem sagt sumt hefur breyst og þróast eins og viðbúið var en það allsendis ótrúlega er þegar tölur eru skoðaðar að útskrifaður fjöldi ljósmæðra er sá sami. Síðustu hundrað ár hafa verið útskrifaðar um það bil 8-13 ljósmæður árlega og hefur fjöldinn haldist stöðugur. Til samanburðar má nefna að árið 1914 útskrifuðust 5 læknar en árið 2014 munu útskrifast um 50 læknar. Fyrstu þroskaþjálfarnir útskrifast 1960 þá 4 en núna útskrifast um 40-60 á ári. Hvernig má þetta vera? Hvernig stendur á því að það er aukin þörf fyrir nánast allar aðrar stéttir fagfólks? Það eru helmingi fleiri börn sem fæðast núna. Vandamálin sem hrjá barnshafandi konur eru líka fleiri og öðruvísi heldur en 1914. Nú snýst vandinn um offitu, sykursýki, fíkn, geðrænan vanda, tungumála erfiðleika vegna nýbúa auk menningarmunar og svo ýmiskonar félagslegan vanda svo að fátt eitt sé talið. Margar barnshafandi konur glíma við flókin og erfið vandamál sem ljósmóðir þarf að vera fær um greina og koma í réttan farveg. EN það ótrúlega gerist ennþá, þrátt fyrir þennan litla fjölda útskrifaðra ljósmæðra, veikari mæður og helmingi fleiri börn sem fæðast þá eru samt til atvinnulausar ljósmæður og aðrar sem ekki fá það vinnuhlutfall sem þær þurfa og vilja. Í mínum huga þýðir þetta að ekki sé nægjanlega vel mannað ljósmæðrum í heilbrigðiskerfinu og að sú auðlind sem ljósmæður eru sé ekki nýtt að fullu við störf þar sem þekking þeirra gæti komið að notum. Ljósmæður eru vel menntuð stétt með góða og víðtæka menntun. Þekking okkar nýtist því víða og koma ýmis forvarnarstörf fyrst upp í hugann. Það er þekkt að mikið er leitað til sérfræðilækna á Íslandi, konur leita til sérfræðings jafnvel með mál sem falla undir grunnþjónustu og forvarnir og þar með erum við að greiða fyrir óþarflega dýra og flókna þjónustu. Heimilislækna skortur er alþekktur vandi, gætu ljósmæður ekki komið þar inn og sinnt þeim þáttum sem snúa að kynheilbrigði, getnaðarvarnaráðgjöf og heilbrigði kvenna? Er ekki mál til komið að þeir sem stjórna heilbrigðismálum fari að nýta þá auðlind sem vel menntaðar ljósmæður eru?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun