Ár Tussunnar Dagur Snær Sævarsson skrifar 22. apríl 2014 11:42 Ég bý í litlum kofa í útjaðri Kaupmannahafnar. Með mér búa hænur, kanínur og konan mín og í garðinum vaxa kartöflur. Fyrir um ári síðan, þegar ég var að setja niður kartöflur með nágranna mínum, fundum við eitthvað járndrasl í moldinni. Hann sagði mér að þetta væri hluti af fjarskiptabúnaði og á háaloftinu hjá mér hafi hann fundið allskonar búnað sem var frá seinni heimsstyrjöldinni. Hér bjó fólk sem hvorki mátti heyra né segja það sem nasistum líkaði ekki við. Ég sagði kúl, Instaði kartöfluna og setti hana niður í moldina. Þegar við vorum búnir fór ég inn, þvoði mér um hendur og fór á Facebook, eins og ég geri stundum fyrir mat. Ég skoðaði fréttir og las athugasemdir lesenda. Þar skrifaði tveggja barna móðir á fertugsaldri til kynsystur sinnar að henni þætti hún vera mella fyrir skoðanir sínar á jafnrétti og tveir menn úthúðuðu múslimum og kölluðu þá öfgafulla raðnauðgara. Ég var á frekar miklum bömmer. Ekki vegna þess að náinn vinur minn er múslimi heldur vegna þess að kartaflan mín fékk bara tvö „like“ á Instagram. Var það vitlaus filter? Um það bil ári síðar (í síðustu viku) las ég frétt hér á Vísi þar sem fjallað var um heimasíðu þar sem birtar voru kynferðislegar myndir af íslenskum stúlkum gegn þeirra vilja. Sumar þeirra voru á fermingaraldri. Í athugasemdakerfinu hófst umræðan. Einn skrifaði „link?“ og bað um hlekk yfir á þessa síðu. Ein stelpa spurði hvað væri að honum. Annar aðili svaraði með því að nafngreina stelpu sem brotið var á. Fáum fannst þetta athugavert og enginn nennti að skipta sér að. Ég kærði manninn sem bað mig og aðra að gefa upp link og þar með dreifa barnaklámi. Umræðan hélt áfram þegar þessi kæra komst í fréttirnar og nú beindust spjótin að mér. Einn benti á að ég hefði líklegast gert „eitthvað“ áður fyrr sem gæti talist óviðeigandi og það er alveg hárrétt. Ég var líka kallaður tussa og annar bað mig um að hífa höfuðskálina úr endaþarminum á mér. Mörgum þótti það fullmikið að ég skuli hafa brugðist við því að brot gegn börnum héldi áfram á fréttasíðu Vísis. En aftur að dótinu í kartöflugarðinum. Ég er ekki þessi týpa sem veltir því fyrir sér á hverjum degi hvort nasistar hafi skotið fólk þar sem ég sef í dag. Þó þykir mér hollt að gera status og skoða hvar ég er staddur í lífinu, bæði persónulega og í hvaða samfélagi ég bý. Þar get ég nefnilega skoðað fortíðina og ákveðið hvort ég taki mínu tjáningarfrelsi sem sjálfsögðum hlut eða hvort ég líti á það sem lýðræðisleg réttindi sem ekki komu af sjálfu sér - og þá - hvort ég umgangist þau af virðingu. Ef Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitti sömu aðferðum og Gestapo gerði gegn fyrrum eigendum hússins sem ég bý í, hefði ég auðvitað hugsað mig tvisvar um áður en ég sendi kæru af stað. Enda þótt mörgum þyki kæran ansi róttæk, þá er hún ansi smávægileg í samanburði við þau brot sem þessar stúlkur þurfa að þola. Ef nýja skilgreiningin á „hálfvita“ og „tussu“ sé „sá sem opnar munninn þegar brotið er á öðrum,“ vona ég innilega að árið 2014 sé ár tussunnar. Dagur SnærLesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í litlum kofa í útjaðri Kaupmannahafnar. Með mér búa hænur, kanínur og konan mín og í garðinum vaxa kartöflur. Fyrir um ári síðan, þegar ég var að setja niður kartöflur með nágranna mínum, fundum við eitthvað járndrasl í moldinni. Hann sagði mér að þetta væri hluti af fjarskiptabúnaði og á háaloftinu hjá mér hafi hann fundið allskonar búnað sem var frá seinni heimsstyrjöldinni. Hér bjó fólk sem hvorki mátti heyra né segja það sem nasistum líkaði ekki við. Ég sagði kúl, Instaði kartöfluna og setti hana niður í moldina. Þegar við vorum búnir fór ég inn, þvoði mér um hendur og fór á Facebook, eins og ég geri stundum fyrir mat. Ég skoðaði fréttir og las athugasemdir lesenda. Þar skrifaði tveggja barna móðir á fertugsaldri til kynsystur sinnar að henni þætti hún vera mella fyrir skoðanir sínar á jafnrétti og tveir menn úthúðuðu múslimum og kölluðu þá öfgafulla raðnauðgara. Ég var á frekar miklum bömmer. Ekki vegna þess að náinn vinur minn er múslimi heldur vegna þess að kartaflan mín fékk bara tvö „like“ á Instagram. Var það vitlaus filter? Um það bil ári síðar (í síðustu viku) las ég frétt hér á Vísi þar sem fjallað var um heimasíðu þar sem birtar voru kynferðislegar myndir af íslenskum stúlkum gegn þeirra vilja. Sumar þeirra voru á fermingaraldri. Í athugasemdakerfinu hófst umræðan. Einn skrifaði „link?“ og bað um hlekk yfir á þessa síðu. Ein stelpa spurði hvað væri að honum. Annar aðili svaraði með því að nafngreina stelpu sem brotið var á. Fáum fannst þetta athugavert og enginn nennti að skipta sér að. Ég kærði manninn sem bað mig og aðra að gefa upp link og þar með dreifa barnaklámi. Umræðan hélt áfram þegar þessi kæra komst í fréttirnar og nú beindust spjótin að mér. Einn benti á að ég hefði líklegast gert „eitthvað“ áður fyrr sem gæti talist óviðeigandi og það er alveg hárrétt. Ég var líka kallaður tussa og annar bað mig um að hífa höfuðskálina úr endaþarminum á mér. Mörgum þótti það fullmikið að ég skuli hafa brugðist við því að brot gegn börnum héldi áfram á fréttasíðu Vísis. En aftur að dótinu í kartöflugarðinum. Ég er ekki þessi týpa sem veltir því fyrir sér á hverjum degi hvort nasistar hafi skotið fólk þar sem ég sef í dag. Þó þykir mér hollt að gera status og skoða hvar ég er staddur í lífinu, bæði persónulega og í hvaða samfélagi ég bý. Þar get ég nefnilega skoðað fortíðina og ákveðið hvort ég taki mínu tjáningarfrelsi sem sjálfsögðum hlut eða hvort ég líti á það sem lýðræðisleg réttindi sem ekki komu af sjálfu sér - og þá - hvort ég umgangist þau af virðingu. Ef Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitti sömu aðferðum og Gestapo gerði gegn fyrrum eigendum hússins sem ég bý í, hefði ég auðvitað hugsað mig tvisvar um áður en ég sendi kæru af stað. Enda þótt mörgum þyki kæran ansi róttæk, þá er hún ansi smávægileg í samanburði við þau brot sem þessar stúlkur þurfa að þola. Ef nýja skilgreiningin á „hálfvita“ og „tussu“ sé „sá sem opnar munninn þegar brotið er á öðrum,“ vona ég innilega að árið 2014 sé ár tussunnar. Dagur SnærLesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar