Ísak: Búnir að pissa á staurana okkar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. apríl 2014 22:22 Ísak á ferðinni í kvöld. vísir/daníel „Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði FH-ingurinn Ísak Rafnsson eftir sigur FH á Haukum í Krikanum í kvöld. „Við áttum ekki að fá að vinna þennan leik, mér fannst dómgæslan á móti okkur ef ég á að segja eins og er. Við vorum sex sinnum útaf í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni hálfleik en við létum það aldrei á okkur fá. „Þetta var ekki alltaf vitlaust en þær voru margar ódýrar,“ sagði Ísak um brottrekstrana. „Við héldum alltaf áfram og svo ég vitni í Elvar Erlingsson (aðstoðarþjálfara FH) þá erum við svo sannarlega búnir að pissa á staurana okkar núna.“ FH er 2-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá deildarmeistarana út. „Það er þægilegt að hafa þetta í okkar höndum en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Haukar eru ennþá inni í þessu, þeir þurfa bara einn sigur og þá er þetta aftur orðið einvígi. „Við þurfum að mæta fullir sjálfstraust á Ásvelli á sunnudaginn og ekki gefa tommu eftir. Það verður erfiður leikur en við förum klárlega í hann til að vinna. „Eins og ég hef sagt í allan vetur að þegar við erum að gera þetta saman og allir á fullu í 60 mínútur þá erum við ógeðslega góðir,“ sagði Ísak sem fékk erfiðari leik í kvöld eins og hann átti von á en hann fór mikinn í að opna fyrir samherja sína í leiknum. „Haukarnir voru ekki góðir í fyrsta leiknum og ég átti von á þeim miklu sterkari sem gerðist. Þetta var miklu erfiðari leikur og þeir tóku miklu fastar á okkur og við svöruðum því hinum megin. Það skilaði okkur þessum sigri. „Þeir stigu langt út í mig, ég er stór og hátt uppi í loftinu og sé ágætlega. Ég reyndi að velja þann sem var í besta færinu og það var yfirleitt ekki ég. Mér finnst gaman að skjóta en það er líka gaman að búa til mörk,“ sagði Ísak. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. 24. apríl 2014 13:13 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
„Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði FH-ingurinn Ísak Rafnsson eftir sigur FH á Haukum í Krikanum í kvöld. „Við áttum ekki að fá að vinna þennan leik, mér fannst dómgæslan á móti okkur ef ég á að segja eins og er. Við vorum sex sinnum útaf í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni hálfleik en við létum það aldrei á okkur fá. „Þetta var ekki alltaf vitlaust en þær voru margar ódýrar,“ sagði Ísak um brottrekstrana. „Við héldum alltaf áfram og svo ég vitni í Elvar Erlingsson (aðstoðarþjálfara FH) þá erum við svo sannarlega búnir að pissa á staurana okkar núna.“ FH er 2-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá deildarmeistarana út. „Það er þægilegt að hafa þetta í okkar höndum en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Haukar eru ennþá inni í þessu, þeir þurfa bara einn sigur og þá er þetta aftur orðið einvígi. „Við þurfum að mæta fullir sjálfstraust á Ásvelli á sunnudaginn og ekki gefa tommu eftir. Það verður erfiður leikur en við förum klárlega í hann til að vinna. „Eins og ég hef sagt í allan vetur að þegar við erum að gera þetta saman og allir á fullu í 60 mínútur þá erum við ógeðslega góðir,“ sagði Ísak sem fékk erfiðari leik í kvöld eins og hann átti von á en hann fór mikinn í að opna fyrir samherja sína í leiknum. „Haukarnir voru ekki góðir í fyrsta leiknum og ég átti von á þeim miklu sterkari sem gerðist. Þetta var miklu erfiðari leikur og þeir tóku miklu fastar á okkur og við svöruðum því hinum megin. Það skilaði okkur þessum sigri. „Þeir stigu langt út í mig, ég er stór og hátt uppi í loftinu og sé ágætlega. Ég reyndi að velja þann sem var í besta færinu og það var yfirleitt ekki ég. Mér finnst gaman að skjóta en það er líka gaman að búa til mörk,“ sagði Ísak.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. 24. apríl 2014 13:13 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. 24. apríl 2014 13:13