Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 26-19 | Íslandsmeistarar Fram úr leik Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 14. apríl 2014 17:53 Vísir/Valli Valur lagði Fram 26-19 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafnar því í þriðja sæti deildarinnar en Fram missir af úrslitakeppninni. Fram þurfti að vinna til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti liðið staðráðið ákveðið til leiks og byrjaði leikinn betur. Valur réð illa við framliggjandi vörn Fram og tapaði hverjum boltanum af fætur öðrum. Sóknir Vals voru hægar og tóku leikmenn liðsins ranga ákvörðun trekk í trekk. Mikil orka fór í að leika þessa vörn og hægðist á leik Fram er leið á fyrri hálfleik. Það nýtti Valur sér með því að leika öflugan varnarleik og fá nokkur hraðaupphlaup sem skilaði Val eins marks forystu í hálfleik 12-11. Líkt og í byrjun leiks mætti Fram mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Fram lék langar sóknir og góða vörn. Fram náði þriggja marka forystu en líkt og í fyrri hálfleik gaf liðið eftir um miðbik hálfleiksins og Valur gekk á lagið og komst yfir á nýjan leik. Hlynur Morthens lokaði marki Vals og skoraði Fram aðeins þrjú mörk síðustu 19 mínútur leiksins. Það dugir ekki til sigurs og vann Valur að lokum sannfærandi þrátt fyrir slaka byrjun á báðum hálfleikum. Valur mætir ÍBV í undanúrslitum Olís deildarinnar en Fram er úr leik. Hlynur: Spenntari að mæta ÍBV„Við vildum bara vinna. Fram var búið að vinna okkur tvisvar í deildinni og við vildum ná einum sigri á móti þeim og ná þriðja sætinu,“ sagði Hlynur Morthens markvörður Vals sem lokaði markinu í seinni hálfleik í kvöld. Valur gat í raun valið sér andstæðing í átta liða úrslitum en það hafði ekki áhrif á spilamennsku liðsins í kvöld. Hlynur vildi að minnsta kosti frekar fá liðið sem sigurinn skilaði. „Ég var spenntari að mæta ÍBV, það hefur gengið betur gegn þeim fyrir utan síðasta leik. „Sóknarleikurinn í byrjun var vandræðalegur. Þetta kom þegar við vorum búnir að ná að berja á þeim og þreyta þá. „Við vorum ekki búnir að vinna í þremur síðustu leikjum og það er gott að fara með sigur í farteskinu inn í úrslitakeppnina. Þetta léttir vikuna sem er framundan. Ekki veitir af að létta aðeins á þjálfurunum. „Þeir eru alltaf brjálaðir yfir öllu og það er aldrei neitt nógu gott fyrir þá en það verður vonandi létt yfir þeim í vikunni,“ sagði Hlynur glettinn að lokum. Guðlaugur: Tapaðist ekki bara hérna„Það er alltaf sárt að tapa og að tímabilið sé búið. Eftir langt og á margan hátt gott tímabil er ömurlegt að horfa til þess að þetta sé búið,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Við höfum verið í öðru til fjórða sæti í mest allan vetur og því er þetta ennþá súrara að komast ekki þarna inn. En ég er engu að síður gríðarlega stoltur af mínum strákum.“ Fram kom inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistari en liðið missti bróður partinn af liðinu sem landaði titlinum stóra fyrir ári síðan og bjuggust í raun fáir við því að Fram myndi ná svona langt. Segja má þó að heimaleikurinn á fimmtudaginn gegn ÍR hafi verið leikurinn sem réði úrslitum fyrir Fram að lokum þó liðið hafi enn átt möguleika í kvöld. „Það var í raun mikilvægari leikur fyrir okkur. Það er alltaf erfitt að sækja Val heim þó við höfum unnið þá áður í vetur og við höfðum trú á því. „Það eru strákar í mínu liði sem eru að fórna sér hér í kvöld með háan hita og rétt að stíga upp úr ælu pest. Þeir höfðu því miður ekki kraftinn í þetta. Við þurftum á því að halda að hafa menn á sínu allra besta. „Þeir vita hverjir þeir eru og eru hetjur. En þetta tapaðist ekki bara hérna. Það er heimaleikurinn gegn ÍR, leikur fyrr í vetur gegn HK. Við getum horft á stig hér og þar sem við áttum að taka, þá værum við í betri stöðu hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur sem bætti þó við að það var ekki bara þrek hans mann sem réði úrslitum í kvöld. „Helvítið hann Hlynur Morthens, gamli liðsfélagi minn. Hann kom reyndar til mín eftir leikinn og bað mig afsökunnar og ég virði það við hann.“ Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Valur lagði Fram 26-19 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafnar því í þriðja sæti deildarinnar en Fram missir af úrslitakeppninni. Fram þurfti að vinna til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti liðið staðráðið ákveðið til leiks og byrjaði leikinn betur. Valur réð illa við framliggjandi vörn Fram og tapaði hverjum boltanum af fætur öðrum. Sóknir Vals voru hægar og tóku leikmenn liðsins ranga ákvörðun trekk í trekk. Mikil orka fór í að leika þessa vörn og hægðist á leik Fram er leið á fyrri hálfleik. Það nýtti Valur sér með því að leika öflugan varnarleik og fá nokkur hraðaupphlaup sem skilaði Val eins marks forystu í hálfleik 12-11. Líkt og í byrjun leiks mætti Fram mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Fram lék langar sóknir og góða vörn. Fram náði þriggja marka forystu en líkt og í fyrri hálfleik gaf liðið eftir um miðbik hálfleiksins og Valur gekk á lagið og komst yfir á nýjan leik. Hlynur Morthens lokaði marki Vals og skoraði Fram aðeins þrjú mörk síðustu 19 mínútur leiksins. Það dugir ekki til sigurs og vann Valur að lokum sannfærandi þrátt fyrir slaka byrjun á báðum hálfleikum. Valur mætir ÍBV í undanúrslitum Olís deildarinnar en Fram er úr leik. Hlynur: Spenntari að mæta ÍBV„Við vildum bara vinna. Fram var búið að vinna okkur tvisvar í deildinni og við vildum ná einum sigri á móti þeim og ná þriðja sætinu,“ sagði Hlynur Morthens markvörður Vals sem lokaði markinu í seinni hálfleik í kvöld. Valur gat í raun valið sér andstæðing í átta liða úrslitum en það hafði ekki áhrif á spilamennsku liðsins í kvöld. Hlynur vildi að minnsta kosti frekar fá liðið sem sigurinn skilaði. „Ég var spenntari að mæta ÍBV, það hefur gengið betur gegn þeim fyrir utan síðasta leik. „Sóknarleikurinn í byrjun var vandræðalegur. Þetta kom þegar við vorum búnir að ná að berja á þeim og þreyta þá. „Við vorum ekki búnir að vinna í þremur síðustu leikjum og það er gott að fara með sigur í farteskinu inn í úrslitakeppnina. Þetta léttir vikuna sem er framundan. Ekki veitir af að létta aðeins á þjálfurunum. „Þeir eru alltaf brjálaðir yfir öllu og það er aldrei neitt nógu gott fyrir þá en það verður vonandi létt yfir þeim í vikunni,“ sagði Hlynur glettinn að lokum. Guðlaugur: Tapaðist ekki bara hérna„Það er alltaf sárt að tapa og að tímabilið sé búið. Eftir langt og á margan hátt gott tímabil er ömurlegt að horfa til þess að þetta sé búið,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Við höfum verið í öðru til fjórða sæti í mest allan vetur og því er þetta ennþá súrara að komast ekki þarna inn. En ég er engu að síður gríðarlega stoltur af mínum strákum.“ Fram kom inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistari en liðið missti bróður partinn af liðinu sem landaði titlinum stóra fyrir ári síðan og bjuggust í raun fáir við því að Fram myndi ná svona langt. Segja má þó að heimaleikurinn á fimmtudaginn gegn ÍR hafi verið leikurinn sem réði úrslitum fyrir Fram að lokum þó liðið hafi enn átt möguleika í kvöld. „Það var í raun mikilvægari leikur fyrir okkur. Það er alltaf erfitt að sækja Val heim þó við höfum unnið þá áður í vetur og við höfðum trú á því. „Það eru strákar í mínu liði sem eru að fórna sér hér í kvöld með háan hita og rétt að stíga upp úr ælu pest. Þeir höfðu því miður ekki kraftinn í þetta. Við þurftum á því að halda að hafa menn á sínu allra besta. „Þeir vita hverjir þeir eru og eru hetjur. En þetta tapaðist ekki bara hérna. Það er heimaleikurinn gegn ÍR, leikur fyrr í vetur gegn HK. Við getum horft á stig hér og þar sem við áttum að taka, þá værum við í betri stöðu hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur sem bætti þó við að það var ekki bara þrek hans mann sem réði úrslitum í kvöld. „Helvítið hann Hlynur Morthens, gamli liðsfélagi minn. Hann kom reyndar til mín eftir leikinn og bað mig afsökunnar og ég virði það við hann.“
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira