Körfubolti

Helgi Jónas hafnaði Keflavík í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson.
Helgi Jónas Guðfinnsson. Vísir/Valli
Helgi Jónas Guðfinnsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkurliðsins í Dominos-deild karla í körfubolta, ákvað að skella sér á starfið þegar honum var boðið það annað árið í röð.

„Ég var farinn að finna fyrir þörfinni að komast með puttana aftur í þjálfun og því er ég þakklátur því tækifæri sem Keflvíkingar eru að gefa mér. Þeir höfðu samband við mig í fyrra en ég hafnaði þeim þá því það var bara ekki rétti tíminn þá.  Keflavík er klúbbur sem stefnir alltaf hátt í körfunni og langt síðan þeir hafa unnið þann stóra þannig að þetta er krefjandi verkefni.  Nú fer ég yfir hópinn í samráði við stjórnina og við sjáum hvaða markmið eru raunhæf." sagði Helgi Jónas í samtali við karfan.is.

Helgi Jónas hefur ekki miklar áhyggjur af viðbrögðum Grindvíkinga við því að hann sé farinn að þjálfa annað suðurnesjalið.

„Ég er vissulega að fara út fyrir ákveðin þægindaramma hjá mér. Í Grindavík var ég í þannig lagað sé vernduðu umhverfi en þetta hjálpar manni bara að þroskast sem þjálfari og því leita ég eftir. Maður veit aldrei hvenær svona tækifæri banka uppá," sagði Helgi Jónas í fyrrnefndu viðtali sem má finna hér.


Tengdar fréttir

Teitur: Geng stoltur út í kvöld

"Þetta er hrikalega svekkjandi en að sama skapi er ég stoltur af strákunum að hafa gefið þessu séns. Við komumst ansi langt þrátt fyrir mörg áföll á leiðinni," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×