Körfubolti

Ívar tekur við kvennalandsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.

KKÍ staðfestir þetta á heimasíðu sinni í dag og að Margrét Sturlaugsdóttir verði aðstoðarþjálfari liðsins. Ívar tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni.

Ívar náði ágætum árangri með Hauka í vetur og kom liðinu í úrslitakeppnina þar sem liðið tapaði fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Hann lék með liðinu árum áður og einnig með Snæfelli, ÍA, Breiðabliki og ÍS.

Hann var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2004 til 2005 en Margrét hefur komið að þjálfun fjölda yngri landsliða síðustu árin.

Ísland keppir í sumar í C-deild Evrópumótsins og mætir Dönum í æfingaleikjum dagana 9. og 10. júlí.


Tengdar fréttir

Sverrir Þór: Held ekki áfram eftir þetta grín

Sverrir Þór Sverrisson sagð upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta í gær en KKÍ leitaði að öðrum manni í hans starf þrátt fyrir að hann væri enn á samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×