Hraðaheimsmet á sláttutraktor Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2014 09:32 Mörg eru undarlegu heimsmetin og eitt þeirra var sett um daginn á Spáni er sláttutraktor frá Honda náði 187 km/klst meðalhraða á 100 metra kafla sem mældur var. Þurfti traktorinn reyndar að fara í báðar áttir til að heimsmet væri skráð og meðalhraði beggja ferða gildir sem metið. Fyrra metið var með þessu slegið hressilega, en það var 141 km/klst. Það met var sett í Top Gear þáttunum í minnisstæðum þætti. Sláttutraktorinn sem nú á metið er með 1.000 cc V-twin mótorhjólavél úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli og er hann 109 hestöfl. Til samanburðar eru nú fjórar gerðir Honda slátturtraktora til sölu hjá Bernhard, söluaðila Honda á Íslandi, og eru þeir 11-20 hestöfl. Sláttutraktorinn öflugi er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Gírskiptingar fara fram með takka í stýri. Sérhönnuð fjöðrun er á gripnum og undir honum eru ATV hraðakstursdekk. Þessi traktor er samt enn fær um að slá gras eins og honum var upphaflega ætlað og það gerir hann á 25 km hraða, helmingi hraðar en hefðbundinn slíkur traktor. Sjá má þennan öfluga sláttutraktor setja metið á Spáni í myndskeiðinu. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Mörg eru undarlegu heimsmetin og eitt þeirra var sett um daginn á Spáni er sláttutraktor frá Honda náði 187 km/klst meðalhraða á 100 metra kafla sem mældur var. Þurfti traktorinn reyndar að fara í báðar áttir til að heimsmet væri skráð og meðalhraði beggja ferða gildir sem metið. Fyrra metið var með þessu slegið hressilega, en það var 141 km/klst. Það met var sett í Top Gear þáttunum í minnisstæðum þætti. Sláttutraktorinn sem nú á metið er með 1.000 cc V-twin mótorhjólavél úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli og er hann 109 hestöfl. Til samanburðar eru nú fjórar gerðir Honda slátturtraktora til sölu hjá Bernhard, söluaðila Honda á Íslandi, og eru þeir 11-20 hestöfl. Sláttutraktorinn öflugi er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Gírskiptingar fara fram með takka í stýri. Sérhönnuð fjöðrun er á gripnum og undir honum eru ATV hraðakstursdekk. Þessi traktor er samt enn fær um að slá gras eins og honum var upphaflega ætlað og það gerir hann á 25 km hraða, helmingi hraðar en hefðbundinn slíkur traktor. Sjá má þennan öfluga sláttutraktor setja metið á Spáni í myndskeiðinu.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent