Af ofbeldi og andlýðræðislegum vinnubrögðum Arngrímur Vídalín skrifar 7. apríl 2014 16:18 Eftir að hafa markvisst beitt kennara ofbeldi, með því að skilyrða kjarasamninga við styttingu framhaldsskólanáms og þannig þvingað þá til að kvitta upp á gríðarlega skerðingu til málaflokksins í leiðinni, má heyra menntamálaráðherra fagna málalyktum. Þannig voru kjarasamningarnir hengdir við óskylt mál sem velflest hugsandi fólk sér að sett er fram í algjöru glóruleysi og af þvergirðingshætti. Samninginn nefnir ráðherra tímamótasamning og það er sannarlega ekki of dýrt kveðið, því að aldrei áður hefur ríkisvaldið jafn gróflega lítilsvirt mótaðilann í kjaraviðræðum, nema ef vera skyldu áform ríkisstjórnarinnar um að koma í veg fyrir verkfall starfsmanna Herjólfs með lagasetningu. Hvað er ofbeldi nema það? Þetta er auðvitað allt á sömu bókina lært og stefnuna orðaði skýrast einn stjórnarþingmaður sem kallaði verkfallsréttinn „stjórnarskrárbundinn rétt til að beita ofbeldi“. Þannig má snúa öllu á haus. Lýðréttindi skulu að engu höfð þegar þau ganga í berhögg við réttinn til að græða peninga enda eru launþegar í augum ríkisstjórnarinnar ofalinn kálfur. Aftur á móti mætti halda að útvegsmenn lægju hungurmorða þegar ríkisstjórnin forgangsraðar í þeirra þágu. Það gerði hún með því að taka milljarða úr ríkissjóði sem annars hefðu farið í Landspítalann, menntakerfið, ríkisútvarpið og í byggingu húss íslenskra fræða, og dæla þeim í útgerðina, sem brást við peningagjöfinni með uppsögnum fjölda sjómanna og heimtar svo að gengið verði fellt, enda gríðarlega hart í ári að fá þó ekki nema þetta. Útgerðin er vel að merkja tugmilljarða iðnaður sem verður til með nýtingu á auðlind í almannaeigu og á þessu hagnast menn án þess að greiða nokkra rentu af. Og alltaf er tekið úr vösum skattgreiðenda til kavíarkaupa handa fjármagnseigendum. Svo eru ráðherrar svo uppteknir af því að hamla lýðræðinu að þeir gleyma því að semja um makrílkvóta, á sama tíma og fleiri hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að fá að kjósa um aðildaviðræður að Evrópusambandinu en kusu Framsóknarflokkinn, og Sjálfstæðisflokkinn raunar líka. Af þessu vilja ráðherrar ekki heyra. Nú er sú skoðun aftur farin að heyrast úr stjórnarráðinu að það sé beinlínis stórskaðlegt að ríkið haldi úti heilbrigðiskerfi svo þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Sama ríkisstjórn og þykist ætla að leiðrétta skuldir almennings hefur einsett sér að „leiðrétta“ sem mest skuldir hinna ríkustu við samfélagið. Einn af mörgum liðum í þeirri áætlun eru áform fjármálaráðherra um að koma aftur á bankabónusum eins og tíðkuðust fyrir hrun. Á meðan vegur forsætisráðherra að lýðræðinu; það er jú sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu svo lengi sem niðurstaða hennar er ákveðin af ríkisstjórninni. Hann er óbilgjarn með eindæmum og er ítrekað staðinn að ósannindum. Gagnrýnendur sína ásakar hann um að rangtúlka öll orð hans vísvitandi og tala niður íslenskt efnahagslíf, sem helst virðist eiga að styrkja með viðskiptasamningum við ríki sem stjórnað er af mafíósum og fasistum, en þeir hagsmunir haldast aftur í hendur við ógeðfelld ummæli ráðherrans um að viðskiptatækifæri felist fyrir Ísland í þeim loftslagsbreytingum sem munu að líkindum hafa miklar hörmungar í för með sér og eru talin hið brýnasta mál fyrir mannkynið að bregðast við ætlum við okkur á annað borð að lifa af 21. öldina. Þá er ómögulegt að treysta nokkru sem hann segir. Hann sagði aldrei það sem hann sagði í gær og hann tekur ekki einu sinni mark á eigin undirskrift. Sama hve afglöpin eru rosaleg og spillingin áþreifanleg þá dugar ekki einu sinni lögreglurannsókn til að ráðherrar stígi til hliðar. Það sem með þessari ríkisstjórn á sér stað er ekkert minna en aðför að grunnstoðum samfélagsins: að sjúkrahúsunum, skólunum, háskólunum, fjölmiðlum og menningargeiranum, svo að fjósbitapúkinn megi fitna örlítið meira fyrir næsta hrun sem engum verður um að kenna. Lygar, andlýðræðisleg vinnubrögð og aukinn ójöfnuður er eini afrakstur þessarar ríkisstjórnar og skyldi þá engan undra að fólk sé búið að fá nóg af störfum hennar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa markvisst beitt kennara ofbeldi, með því að skilyrða kjarasamninga við styttingu framhaldsskólanáms og þannig þvingað þá til að kvitta upp á gríðarlega skerðingu til málaflokksins í leiðinni, má heyra menntamálaráðherra fagna málalyktum. Þannig voru kjarasamningarnir hengdir við óskylt mál sem velflest hugsandi fólk sér að sett er fram í algjöru glóruleysi og af þvergirðingshætti. Samninginn nefnir ráðherra tímamótasamning og það er sannarlega ekki of dýrt kveðið, því að aldrei áður hefur ríkisvaldið jafn gróflega lítilsvirt mótaðilann í kjaraviðræðum, nema ef vera skyldu áform ríkisstjórnarinnar um að koma í veg fyrir verkfall starfsmanna Herjólfs með lagasetningu. Hvað er ofbeldi nema það? Þetta er auðvitað allt á sömu bókina lært og stefnuna orðaði skýrast einn stjórnarþingmaður sem kallaði verkfallsréttinn „stjórnarskrárbundinn rétt til að beita ofbeldi“. Þannig má snúa öllu á haus. Lýðréttindi skulu að engu höfð þegar þau ganga í berhögg við réttinn til að græða peninga enda eru launþegar í augum ríkisstjórnarinnar ofalinn kálfur. Aftur á móti mætti halda að útvegsmenn lægju hungurmorða þegar ríkisstjórnin forgangsraðar í þeirra þágu. Það gerði hún með því að taka milljarða úr ríkissjóði sem annars hefðu farið í Landspítalann, menntakerfið, ríkisútvarpið og í byggingu húss íslenskra fræða, og dæla þeim í útgerðina, sem brást við peningagjöfinni með uppsögnum fjölda sjómanna og heimtar svo að gengið verði fellt, enda gríðarlega hart í ári að fá þó ekki nema þetta. Útgerðin er vel að merkja tugmilljarða iðnaður sem verður til með nýtingu á auðlind í almannaeigu og á þessu hagnast menn án þess að greiða nokkra rentu af. Og alltaf er tekið úr vösum skattgreiðenda til kavíarkaupa handa fjármagnseigendum. Svo eru ráðherrar svo uppteknir af því að hamla lýðræðinu að þeir gleyma því að semja um makrílkvóta, á sama tíma og fleiri hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að fá að kjósa um aðildaviðræður að Evrópusambandinu en kusu Framsóknarflokkinn, og Sjálfstæðisflokkinn raunar líka. Af þessu vilja ráðherrar ekki heyra. Nú er sú skoðun aftur farin að heyrast úr stjórnarráðinu að það sé beinlínis stórskaðlegt að ríkið haldi úti heilbrigðiskerfi svo þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Sama ríkisstjórn og þykist ætla að leiðrétta skuldir almennings hefur einsett sér að „leiðrétta“ sem mest skuldir hinna ríkustu við samfélagið. Einn af mörgum liðum í þeirri áætlun eru áform fjármálaráðherra um að koma aftur á bankabónusum eins og tíðkuðust fyrir hrun. Á meðan vegur forsætisráðherra að lýðræðinu; það er jú sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu svo lengi sem niðurstaða hennar er ákveðin af ríkisstjórninni. Hann er óbilgjarn með eindæmum og er ítrekað staðinn að ósannindum. Gagnrýnendur sína ásakar hann um að rangtúlka öll orð hans vísvitandi og tala niður íslenskt efnahagslíf, sem helst virðist eiga að styrkja með viðskiptasamningum við ríki sem stjórnað er af mafíósum og fasistum, en þeir hagsmunir haldast aftur í hendur við ógeðfelld ummæli ráðherrans um að viðskiptatækifæri felist fyrir Ísland í þeim loftslagsbreytingum sem munu að líkindum hafa miklar hörmungar í för með sér og eru talin hið brýnasta mál fyrir mannkynið að bregðast við ætlum við okkur á annað borð að lifa af 21. öldina. Þá er ómögulegt að treysta nokkru sem hann segir. Hann sagði aldrei það sem hann sagði í gær og hann tekur ekki einu sinni mark á eigin undirskrift. Sama hve afglöpin eru rosaleg og spillingin áþreifanleg þá dugar ekki einu sinni lögreglurannsókn til að ráðherrar stígi til hliðar. Það sem með þessari ríkisstjórn á sér stað er ekkert minna en aðför að grunnstoðum samfélagsins: að sjúkrahúsunum, skólunum, háskólunum, fjölmiðlum og menningargeiranum, svo að fjósbitapúkinn megi fitna örlítið meira fyrir næsta hrun sem engum verður um að kenna. Lygar, andlýðræðisleg vinnubrögð og aukinn ójöfnuður er eini afrakstur þessarar ríkisstjórnar og skyldi þá engan undra að fólk sé búið að fá nóg af störfum hennar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar