Lifir gamli Volvo XC90 áfram í Kína? Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 13:15 Volvo XC90 jeppinn. Hann er sannarlega kominn til ára sinna hinn ágæti jeppi Volvo XC90, en það þýðir ekki að framleiðslu hans verði hætt endanlega. Hann mun líklega eiga framhaldslíf í Kína og framleiðslu hans haldið áfram þar. Stutt er orðið í næstu kynslóð Volvo XC90, sem kemur á markað seinna á þessu ári og hafa margir lengi beðið eftir þeim bíl, en kynningu hans hefur verið frestað mörgum sinnum. Það yrði núverandi eigandi Volvo, bílaframleiðandinn Geely í Kína sem myndi sjá áfram um framleiðslu eldri gerðar XC90, þrátt fyrir að nýja gerðin verði einnig til sölu þar. Sá eldri verður í boði sem ódýrari valkostur en nýi bíllinn. Aðeins einn vélarkostur yrði í eldri XCX90 bílnum, 2,5 lítra og fimm strokka vél með forþjöppu. Nú eru þegar liðin 12 ár í framleiðslu fyrstu og einu kynslóðar Volvo XC90 bílsins og eru fá dæmi um slíkt á seinni árum, en árin halda áfram að telja með framleiðslunni í Kína. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Hann er sannarlega kominn til ára sinna hinn ágæti jeppi Volvo XC90, en það þýðir ekki að framleiðslu hans verði hætt endanlega. Hann mun líklega eiga framhaldslíf í Kína og framleiðslu hans haldið áfram þar. Stutt er orðið í næstu kynslóð Volvo XC90, sem kemur á markað seinna á þessu ári og hafa margir lengi beðið eftir þeim bíl, en kynningu hans hefur verið frestað mörgum sinnum. Það yrði núverandi eigandi Volvo, bílaframleiðandinn Geely í Kína sem myndi sjá áfram um framleiðslu eldri gerðar XC90, þrátt fyrir að nýja gerðin verði einnig til sölu þar. Sá eldri verður í boði sem ódýrari valkostur en nýi bíllinn. Aðeins einn vélarkostur yrði í eldri XCX90 bílnum, 2,5 lítra og fimm strokka vél með forþjöppu. Nú eru þegar liðin 12 ár í framleiðslu fyrstu og einu kynslóðar Volvo XC90 bílsins og eru fá dæmi um slíkt á seinni árum, en árin halda áfram að telja með framleiðslunni í Kína.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent