Enski boltinn

Zaha á förum frá Man. Utd

Zaha í leik með landsliðinu.
Zaha í leik með landsliðinu.
Það lítur allt út fyrir að Man. Utd muni selja hinn efnilega Wilfried Zaha aðeins einu og hálfu ári eftir að félagið keypti hann.

Hann var keyptur af Crystal Palace í janúar í fyrra á 10 milljónir punda. Hann var svo lánaður beint til Palace.

Hann kom til United í sumar en náði ekki að vinna sér sæti í liðinu. Fór því svo að hann var lánaður til Cardiff City. Hann náði aðeins að taka þátt í tveimur leikjum með Man. Utd í vetur.

Zaha hefur heldur ekki náð sér á strik með Cardiff þar sem hann situr iðulega á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×