Handbolti

Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!"

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Talant Dujshebaev fór hamförum á blaðamannafundinum.
Talant Dujshebaev fór hamförum á blaðamannafundinum. Mynd/Skjáskot
Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.

Liðin áttust við í fyrri viðureigninni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafði pólska liðið sigur á heimavelli, 32-28.

Eftir leikinn bar TalantDujshebaev, þjálfari Kielce, GuðmundÞórð Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands og þjálfara Löwen, þungum sökum.

„Ég verð að segja við Guðmund Guðmundsson að hann verður að sýna mér meiri virðingu og ekki gera eftirfarandi handabendingar þegar ég er að mótmæla dómum,“ sagði hann.

Dujshebaev, sem er einn frægasti handknattleiksmaður sögunnar og einn besti þjálfari heims, stóð svo upp og sýndi þá dónalegu handabendingu sem Guðmundur átti hafa beint að honum.

„Þú lýgur,“ sagði Guðmundur við Dujshebaev sem fór hamförum með hljóðnemann í hendinni og stýrði fundinum. Hann sakaði Guðmund einnig um dónaskap í leikjum Íslands og Spánar þegar þeir voru báðir leikmenn á árum áður.

„Af hverju ertu að þessu? Þú ert lygari,“ sagði Guðmundur sem brá augljóslega mikið að heyra þessar ásaknir bornar upp á sig.

„Sýnið okkur þetta og eftir það megið segja hvort ég hafi rétt fyrir mér eða ekki,“ sagði Dujshebaev.

„Þetta er ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað þetta á ævinni. Þjálfarinn lýgur. Þetta hef ég aldrei gert. Hvað gengur að þér maður? Þú ert sjúkur,“ sagði Guðmundur.

Þegar hlutirnir róuðust aðeins niður hölluðu þeir sér báðir aftur og muldraði þá Guðmundur eitthvað til Dujshebaevs á íslensku. Hann brást reiður við og vildi fá orðin þýdd yfir á ensku.

Myndband af þessum ótrúlega blaðamannafundi má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×