Ívar: Njótum engrar virðingar hjá dómurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 22:43 Ívar rífst við Eggert dómara í kvöld. vísir/daníel „Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Dómarar kvöldsins.vísir/daníel Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
„Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Dómarar kvöldsins.vísir/daníel
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41